Færsluflokkur: Dægurmál

Heimsendir

Á morgun verður heimsendir og áætlað að 153.000 manns deyi þann dag.Þetta er staðreynd.Sá sem nokkuð veit hefur á því skil að lífið mun einhverntíma vera horfið af jörðunni. Það er bundið við tíma og aðstæður. Só0lin mun kulna í fjarlægri framtíð og okkur mönnunum er trúandi til að spilla svo jörðunni að hún verði óbyggileg.  Flest menningarsamfélög hafa jafnframt komið þessari hugsun fyrir í grundvallartextum og munnlegri geymd og spekingar hennar hafa lagt þá út fyrir samtíð sína.Frumkristni var upptekinn af hugsun endalokanna og ofsóknir gegn kristnum mönnum fyrstu aldirnar og hörmungartímar síðan hafa gefið tilefni til vangaveltna um endi sögu mannsins. Í Opinberunarbók Nýatestamentisins er fjallað um þetta efni og sett fram sú meginhugsun að rás tímans og örlög mannsins eru í hendi Guðs sem tryggja mun björgun þeirra sem á hann treysta.Margir hafa reynt að reikna út þann tíma sem endalokin munu að bera, en það er tilgangslaust, því þann dag veit enginn nema faðirinn á himnum; ekki einu sinni sonurinn Jesús Kristur. (Sbr Mark 13:32)En sérhver stund er heimsendir fyrir einhverjum og á morgun munu að líkindum 153.000 manns deyja eins og sérhvern dag. Flest þeirra harmdauði þeim sem unnu þeim og þau sjálf munu ekki aðhafast fleira á þessari jörð.Lifum lífinu lifandi hefur verið sagt og er hyggilegt. Dagurinn í dag er sá fyrsti af afgangi lífs þins. Lífið er dýrmætt tækifæri en ekki það eina fyrir þeim sem trúa á Drottin Jesú sem son Guðs, frelsara mannanna.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband