Færsluflokkur: Dægurmál

Kirkjan og ríkið

kirkjur_lagafellskirkja[1]Kirkjustjórnmál hafa verið  mér hugleikin frá því ég hóf þjónustu í Þjóðkirkjunni. Það gætuð þið séð ef þið flettuð mér upp, t.d. á tímarit.is. Ég hóf að tala fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju 1986. Við vorum fleiri um það leik og lærð og árangurinn sést í lögum um Þjóðkirkjuna frá 1997 og því sem þeim fylgdi. Íslenska þjóðkirkjan varð þá frjálsari en sú sænska og norska urðu síðar.

Svo stór fjöldahreyfing sem Þjóðkirkjan er getur ekki verið án laga frá Alþingi. Til þess á þjóðfélagið of mikið í húfi. Hún nýtur stuðnings þess með líkum hætti og stjórnmálahreyfingar og t.d. íþróttasamtökin. En hún er auðug og þann auð hefur ríkið í sinni umsjón sem eign þess væri, nema að það greiðir af því afgjald með prestslaununum. Um þá ráðstöfun er kirkjueignasamkomulagið frá 1998. Það kveður á um að afgjaldið skuli vera laun 138 presta. Hversu réttlátt það kann að vera er álitamál. Kannski of lítið, kannski of mikið. Það sem er snjallt við það er að það breytist með fjölda þjóðkirkjuþegna. Eitt embætti fyrir hver 5000 þjóðkirkjuþegna sem við eykst eða tapast. Þannig að hver einstaklingur greiðir atkvæði með fótunum ef svo má segja.

Það má hafa skoðun á því hvernig eignir kirknanna er fengnar í upphafi. Þar eru eflaust ekki allar vel fengnar. Sama má segja um ríkisjarðir. Sumar hafði það af kirkjunni við siðaskiptin, (kirkjan hefur ekki krafist klausturseigna né stólseigna biskupsstólanna, aðeins brauðanna/kirkjuarðanna) aðrar fengust sem sektargreiðslur við lagabrot. Sumar eignir ætta sem menn rekja sig til eru með líkum hætti fengnar og eignir kirkjunnar. Svo voru sumir prestar fjáraflamenn en aðrir sóuðu brauðum sínum eins og gengur í mannlífinu yfirleitt.

Ég vann með nýstofnuðum kirkjum í Afríku og stóð frammi fyrir því vandamáli að koma upp kirkjuhúsum og launa prestana. Mér kom ekkert betra til hugar en að byrja á því að menn skyldu biðja jarðeigendur að gefa skika og launamenn að greiða „tíund“. Kirkjujarðir og sóknagjald með okkar málfæri. Annað var ekki hugsanlegt. Sjálfsagt færu menn að versla með þetta með mismunandi árangri.

Ég tel að öll umræða um kirkjuna verði að byggjast á þessu ef hún á að ná marki. Ég hef hingað til álitið að það fyrirkomulag sem nú er komið á sé heilbrigt og gott, en það má vel ræða það og einkum einstaka þætti.


Heimsendir

Á morgun verður heimsendir og áætlað að 153.000 manns deyi þann dag.Þetta er staðreynd.Sá sem nokkuð veit hefur á því skil að lífið mun einhverntíma vera horfið af jörðunni. Það er bundið við tíma og aðstæður. Só0lin mun kulna í fjarlægri framtíð og okkur mönnunum er trúandi til að spilla svo jörðunni að hún verði óbyggileg.  Flest menningarsamfélög hafa jafnframt komið þessari hugsun fyrir í grundvallartextum og munnlegri geymd og spekingar hennar hafa lagt þá út fyrir samtíð sína.Frumkristni var upptekinn af hugsun endalokanna og ofsóknir gegn kristnum mönnum fyrstu aldirnar og hörmungartímar síðan hafa gefið tilefni til vangaveltna um endi sögu mannsins. Í Opinberunarbók Nýatestamentisins er fjallað um þetta efni og sett fram sú meginhugsun að rás tímans og örlög mannsins eru í hendi Guðs sem tryggja mun björgun þeirra sem á hann treysta.Margir hafa reynt að reikna út þann tíma sem endalokin munu að bera, en það er tilgangslaust, því þann dag veit enginn nema faðirinn á himnum; ekki einu sinni sonurinn Jesús Kristur. (Sbr Mark 13:32)En sérhver stund er heimsendir fyrir einhverjum og á morgun munu að líkindum 153.000 manns deyja eins og sérhvern dag. Flest þeirra harmdauði þeim sem unnu þeim og þau sjálf munu ekki aðhafast fleira á þessari jörð.Lifum lífinu lifandi hefur verið sagt og er hyggilegt. Dagurinn í dag er sá fyrsti af afgangi lífs þins. Lífið er dýrmætt tækifæri en ekki það eina fyrir þeim sem trúa á Drottin Jesú sem son Guðs, frelsara mannanna.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband