Grátleg firring

Já, það var grátlegt að upplifa í umræðunum á Alþingi í gærkvöld firringu ráðamanna sem ekki geta horfst í augu við að ráð þeirra og gerðir duga ekki til að forða óförum þjóðarinnar. Ég veit ekki hvort þeim er vorkunn að, en ég veit að öllum er það ljóst nema þeim að í óefni stefnir. Fjöldi heimila eru í rústum eða yfirgefin líkt og um náttúruhamfarir væri að ræða. Fyrirtækin falla eins dómínókubbar sem leiðir af sér aukið atvinnuleysi og boðaður er niðurkurður sem enn mun auka á vændræði heimilanna. Örvænting og reiði er að grípa um sig á ný. Mótmælin í gær boða nýjan og enn öflugri kafla í tjáningu þjóðarviljans. Friðsemd flestra ber að virða áður en vanstilltara fólk hleypir öllu í bál og brand á götunum. Stjórnvöld verða að bregðast við með afgerandi hætti þegar í þessari viku og boða nýtt prógram sem forðar heimilum og atvinnurekstri frá frekari áföllum.Helst þyrfti að ganga til kosninga á ný en varla má missa tímann sem í þær fer svo hin augljósa krafa er um ríkara samstarf stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Það er í raun andstyggilegt að sjá þann vanþroska og hefnigirni sem birtist í því að halda Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem lengst frá öllum ráðum í þessum málum. Hversu margt er í lagt til að magna fjandskap og erjur þegar á öllu ríður að taka saman höndum, stilla skap sitt og skilgreina markmið og finna færar leiðir að þeim.Stjórnmálástandið er nú óþægilega líkt hrunmánuðunum. Oddvitarnir ganga fram með blöðkur einsýninnar við gagnaugun og draga hlassið út í meiri og verri ófæru. Kafan er því um að Alþingismenn snúi saman bökum myndi stjórn allra flokka til að ná fram bjargráðum sem duga og svo kjósum við í vor!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband