Ísafjörður skal standa!

Sú aðför að byggðum lands sem fjárlagafrumvarpið fyrir 2011 boðar er einsdæmi.

Róinn hefur verið lífróður á undanförnum áratugum að verja byggðirnar á landsbyggðinni og ótrúlegt framtak hefur birst í þeirri baráttu. Framfarir hafa orðið miklar í nýtingu sjávarfla. Nýjar atvinnugreinar hafa verið teknar upp. Þjónusta hefur verið efld og byggð upp. Menntunartækifæri efld osfrv. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að teknar hafa verið ákvarðnir á æðstu stöðum sem hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir margar byggðirnar. 

Alþingi lögleiddi á sínum tíma kvótaframsal með þeim hætti að víða varð þurrð á lífsbjörginni, og nú er upp á þetta boðið! Öll uppbyggingarstarfsemi er sett í hættu með þessum áformum. Heilbrigðisþjónustan er einn af grundvallarþáttum búsetunnar. Hingað til hafa menn beitt dirfð og hugkvæmni til þess að halda öllu gangandi þrátt fyrir niðurskurð á undanförnum árum. En nú segjum við öll: EKKI MEIR, EKKI MEIR!

Ég kannast við það úr eigin lífi að hafa valið mér búsetu eftir gæðum heilbrigðisþjónustunnar og veit að ef á verður brestur getur fylgt byggðabrestur. Þannig að ég veit að hvorki Ísfirðingar né annað dreifbýlisfólk láta þetta yfir sig ganga.

Ísafjörður er fyrir sig slíkur útvörður þar sem hann liggur við fengsæl fiskimið og siglingaleiðir Norðurhafa og er sá lykill að náttúruparadís að um hann þarf að fjalla af tilhlýðilegri ábyrgð. Menning og mannlíf, starf og saga heimta virðingu og öflugan stuðning. Hann er og staðfesta allra byggða á Vestfjörðum og þjónustan þar er landstólpi í öllum skilningi.

Við skulum hrinda þessari aðför!


mbl.is Samstaðan mikil á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband