Að sjá öllum borgið

Mér líst vel á "LÍN hugmyndina" með húsnæðislánin en mér líst illa á stóran leigumarkað. Ég efast um að við höfum efni á niðurfærsluleið húsnæðislánanna vegna þess að ég held að það sé rétt hjá Þórólfi Matthíassyni að sú leið kæmi bara annars staðar niður á móti, því einhver verður að borga vitleysuna á endanum og það verða ekki hrunvaldarnir. Niðurfærsluleiðin væri sanngjörn ef hún kæmi niður í endanlegum uppgjörum bankanna en það gerir hún ekki. Allir hafa tapað en kannski ekki mikið öðru en glýjunni úr augunum. Við færumst þá niður í átt til raunveruleikans og í honum er gott að vera, hvort maður þarf að færa sig upp eða niður út eða suður.En það er ótækt að riðla slíku í þjóðfélaginu að fólk missi í stórum stíl  heimili sín eða sitji uppi með niðurdrepandi skuldklafa eins og við blasir. Sumir munu þurfa að trimma sig, fara í minna og ódýrara, en allir verða að bjargast áfram. Þess vegna þurfum við að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn, búa til skilmála sem menn vita að munu halda til framtíðar. Að hafa húsnæðislánin þannig að menn borga af þeim eftir tekjum er góð hugmynd en lánin verða að hafa þök. Það er vitleysa að menn séu í alltof dýrum íbúðum á kostnað lánasjóðanna. Það verður því að vinna úr málum hvers og eins eftir ákveðnum viðmiðum og það geta fleiri gert en umboðsmaður skuldara einn ekki síst bankarnir og lögmannastofur. Búm til viðmið.Stór á leigumarkaðurinn ekki að vera því það er aldrei hægt fyrir leigusala að keppa við félagslegt íbúðalánakerfi um verð og búsetuöryggi. Búseturéttarkerfi er nær lagi og hálf félagsleg kerfi möguleiki. Reynsla okkar Íslendinga gegnum langan tíma hefur þó leitt okkur að þreirri niðurstöðu að best sé að hver búi við sitt eigið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Hver er "Lín hugmyndin" ? - Ég hef ekki heyrt um hana.

Benedikta E, 11.10.2010 kl. 18:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband