Undur náttúrunnar - Tunglmyrkvi

Tignarlegur viðburður og skemmtilegur til vangaveltna. Maður verður að setja sig út fyrir jörðina í huganum til þess að sjá fyrir sér atburðarrás tunglmyrkvans og rétt hægt að ímynda sér það augnablik sem þetta laukst upp fyrir mönnum í fyrstunni: Að jörðin svifi í himingeimnum ásamt öðrum stjörnum og kringum hana liði tunglið hring fyrir hring. Staðfastir kraftar náttúrunnar héldu þessu öllu í skorðum og hægt að reikna þetta út fyrirfram uppá mínútu.

Í norska sjónvarpinu sé ég frábæra bandaríska þætti um geimlífeðlisfræði þar sem ma er sótt í náttúru Íslands til þess að fá dæmi um lífeðlifræðileg lögmál, ss um lifandi örverur í jökulísnum og brennisteinsmenguðu hveravatninu. Ég hef fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að þetta geti ekki hafa orðið til af sjálfu sér svo sú hugsun sem vakir ofar öðru er hvað Hann sé snjall sem gerði þetta allt.

Önnur hugsun lætur líka á sér bæra: Hvað litlu munar að veröld okkar væri án lífs og hversu stutt lífið á jörðunni mun vara á hinum stóra mælikvarða alheimsins.

Ég kemst hvað oní annað við skoðun mína á undrum náttúrunnar í sömu stemmingu og birtist í mörum okkar fegurstu sálmum. Eru undur að skáldinu sr Valdimar Briem skyldu verða þessi orð á vörum: Þú Guð sem stýrir stjarnaher og stjórnar veröldinni.  Eða þá :

Guð, allur heimur, eins í lágu' og háu,
er opin bók, um þig er fræðir mig
SB 20

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband