"Úlfur, úlfur" einum of oft.

Nú er svo komið að göbb hafa orðið of mörg við Faxaflóa og mannlegt að menn taki þessu ekki af fullri alvöru í eitthvar næsta skiptið. Ásetningurinn er þó  sá að taka allt alvarlega. Það væri dapurlegt ef sá sem gabbar reynist svo einmitt vera í neyð þegar mannlegi þátturinn slær inn og hann bíður hjálpar of lengi - hún komi jafnvel of seint.

Þetta minnir líka á aðgæsluleysið sem getur valdið gróðureldum sem engu eira og ekki verður við ráðið í sérstökum veðufarsaðstæðum. Bruninn a Mýrum um árið og í Laugardal í Djúpi í hitteðfyrra mega vera í fersku minni. Norðmenn mæta þessu núna með hörmulegu eignatjóni. Heimili fólks brenna til grunna!

Við verðum  að reynast ábyrg, ekki bara fyrir okkur heldur líka óvitunum, eldri sem yngri. Við þurfum að temja okkur hugarfar björgunar- og hjálparsveita og gera okkur ómak að koma til skjalanna þegar þörf er á og við stefnum sjálfum okkur ekki í hættu. 

Gabbhneigðir, prakkarar, sitjið á strák ykkar en gerið ekki lítið úr ykkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband