Dauðarefsingar

 http://www.mbl.is/frettir/erlent/2014/03/16/eg_brenn_allur_ad_innan_3/

 

Óskiljanlegt og hörmulegt eru hugsanir sem koma upp í hugann þegar lesnar eru greinargerðir af þessu tagi um líflátsdóma og fullnustu þeirra.

Bandaríkjamenn eru svo viðkvæmir að þeir geta ekki hugsað sér dráp hvala og skiptir þá engu máli hvort þeir eru raunverulegir meðbiðlar mannsins til matarins eða ekki. Þó skirrast þeir ekki við að taka nautskálfa frá mærum sínum og ala í lokuðum búrum alla þeirra daga og leiða þá ranghvolfandi í sér augunum  til slátrunar sem ekki er nokkurn tíma fagur atburður en stundum sérlega ljótur.

Tólfunum kastar þó þegar á það er horft að um tveggja alda afmæli Bandaríkjanna hurfu þeir aftur til þeirrar ömurlegu fortíðar að taka samborgara sína af lífi. Ekki tekst þeim öllu betur upp við þá framkvæmd en nautgripaslátrunina. Mennirnir kveljast í óhugnanlega langa stund áður en þeir hafa gefið upp öndina. Allir þeir sem að koma fár sár á sálina vegna þessara voðaverka sem þeir eiga aðild að, og lyfjafyrirtæki vilja ekki leggja nafn sitt við að afhenda lyf til verknaðarins, sem i sjálfu sér gerir hann ótryggari.

Í ljós hefur verið leitt að kostnaður samfélagsins af þessu kerfi er mun meiri en af lífstíðardómum en áfrýjunarlögmenn lifa af þessu stórum hópum og fjölskyldur sligast undan málskostnaðinum sem engin leið er að komast hjá að borga.

Dapurlegast af þessu öllu er þó að í ljós hefur verið leitt að hundruð þeirra sem líflátnir hafa verið eru ýmist saklausir eða eiga ekki líflátsdómana skylið að lögum. Svo eru óhugnanlega margir þeirra blökkumenn, allsendis úr hlutföllum glæpamannanna.

Kannski er enn dapurlegra að verða að horfast í augu við það að Bandaríkjamenn eru flestra þjóða kristnastir og bera því nafni Frelsarans dapurlegan vitnisburð. Viðeigandi því að enda þessi orð á að segja við vinaþjóðina: Hættið þessu í Drottins nafni!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband