Löggæsla - sjálfsvirðing

Var að enda við að lesa Stellu Blómkvist, Morðið í Drekkingarhyl, þar sem að því var látið liggja að kúrdískur faðir hefði fargað dóttur sinni til varnar heiðri fjölskyldunnar. Bókmenntir okkar eru uppfullar af frásögnum af stirðbusalegum aðferðum til varnar heiðrinum og á þeim árum þegar ég var að alast upp var áreynslan við að vera í áliti hjá öðrum að sliga fólkið. Líkast til er það svo enn en þá út af nokkuð öðrum hlutum. Að vera til fyrirmyndar fól þá í sér annað en að vera flottastur í öllu.Nú virðist all gilda einu og allt mega. Subbuskapurinn í orðræðunni, slaðrið, innistæðulaust tal manna og sjálfsþóttafull framganga í samskipunum við náungann, samfélagið og umhverfið er verri mengun en nokkuð annað sem orð hefur verið haft á.Það er mikið talað um löggæslu þessa dagana og sífellt kemur upp umræðan um eftirlit og lagaboð. Sú umræða stefnir á afar smásmugulegt kerfi eftirlits og reglna um hegðun sem gera okkur ófrjáls og hrædd. Viljum við slíkt þjóðfélag?Hvernig er það með sjálfsvirðingu manna? Sjá menn ekki breiðan milliveginn á milli ofdrambs og siðleysis? Alfaraleið viðurkvæmileika og sóma?Heiður manns er það sem skapar mynd hans með öðrum. Hann er mikils virði hverjum manni og fjölskyldu þó svo verðlagnig hans yfirstígi aldrei manndráp og ofbeldi. Sæmd þjóðar felst ekki síst í því réttlæti og öryggi sem þegnum þess og geftum er búið.Það er mín bjargfasta trú að ef þjóðfélag hefur kjölfestu góðra siða sem álitlegur hluti borgaranna heldur og ver með myndugri framkomu og orðræðu þá hafi það ómæld áhrif. Meinið er held ég að við látum í orði og æði sem allt sé heimilt. Því er leynt og ljóst haldið að okkur sem Rétthugsun.Ég klykki út með þeirri öldnu meiningu að virðing fyrir kristnu siðgæði sé helsta samfélagsbót sem við getum átt í vændum og stuðlað að; að við látum á okkur sjást og heyra að okkur er hvorki sama um farnað náungans, né athæfi okkar sjálfra eða þeirra sem í kringum okkur eru. Sómi er flott orð. Meira af honum. Sérstaklega um verslunarmannahelgina!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband