Auglýsingin

Jón Gnarr á líklega svolítið erfiða daga. Það var viðbúið en ég finn svolítið til með honum samt. Auglýsingin var smekkleg og vel gerð og augljóslega góður hugur á bak við hjá honum. Hann er að vekja athygli á M3 símanum og fyrir það fær hann borgað, en hann vekur líka athygli á sögunni um Krist og það hefur margsinnis komið fram að hún er Jóni heilagt alvörumál. Píslarsöguna höfum við ekki í flimtingum af því við berum lotningu fyrir Guði, leggjum ekki nafn hans við hégóma og við eigum að bera virðingu fyrir tilfinningum annara. Það er kurteisi og án hennar verður svo hráslagalegt í mannheimum. En kvöldmáltíðin er þó sá þáttur píslarsögunnar sem hefur glaðlegt andlit og þolir meira, held ég, en annað þar.Samt fór hann Jón yfir strikið vegna samhengisins. Þatta er auglýsing, torghróp: “Kaupið Símann. Jesús notar hann. Þú skalt nota hann líka.” Þetta er að nota Jesú til þess að selja eitthvað og ÞAÐ finnst mér ósmekklegt. Samt ekki eins ósmekklegt og það hjá Þangbrandi að nota sverðið við að boða Íslendingum trúan en í sama stíl samt. Einhvern vegin tókst Guði samt að nota séra Þangbrand til góðs og ég er viss um að hann getur og er að nota Jón Gnarr til góðs. Við verðum kristin aftur hér á Íslandi ma. fyrir svona kalla eins og þá tvo!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband