Tannlæknavandræði

Hún sonardóttir mín 8 ára varð fyrir því um helgina að það brotnuðu framtennur í henni í Sundlaug Akureyrar. Það var slys af því tagi sem helst ekki eiga að geta orðið en verða því miður af því við erum ekki alltaf til í að fara eftir reglum þó hún séð það nú blessuð jafnan sem og í þetta sinn.

Nú vissu þau foreldrar hennar ekki nema að þau væru að keppa við tímann um að bjarga einhverju blíðasta brosi samtímans og það tók því nokkuð á taugar þeirra að leita eftir tannlækni. En þannig háttar til á Akureyri að ef verður slys af þessu tagi og gildir þá einu hvort bráðavaktin á í hlut ellegar ótýndur almúginn að maður fær í hendur lista yfir þá + 20 tannlækna sem eru á þeim slóðum og svo hringir maður. Þessi er ekki í bænum og því löglega afsakaður, þessi ansar ekki svona nema maður sé hjá honum, þessi er að halda upp á afmæli osfrv. Enginn er á vakt og undursamlegasta bros Norðurlands í hættu!

 Þökk sé henni Regínu sem var rétt að koma í bæinn þá komst broslausa stúlkan í réttar hendur og fékk aðhlynningu og hefði litlu skipt hvort hún komst að augnablikinu fyrr eða síðar, en foreldrar hennar eru þó ágætlega menntuð séu ekki tannlæknar og gátu því ekki vitað neitt um það.

Sætta Akureyringar sig við svona þjónustu, eða var þetta svona af því að um utanbæjarmanneskju var að ræða eins og fyrr var sagt?

Ég ætla ekki að koma með hugleiðingu um þann vitnisburð sem tannlæknar fá almennt af þessu atviki!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband