Kirkja í vanda

Nú er kirkjuráð búið að marka stöðu í vígslumálum samkynhneigðra. Það er búið að taka tímann sinn og líklega ekki allt búið enn. Það er leitt að heyra hvað sumir una niðurstöðunni illa og eru óánægðir með kirkjuna sína. Það er aftur á móti viðbúið að þau sem hafa að nokkru markað sér stöðu sem ekki meðlimir, þó þeir kannski séu formlega innan garðs, skuli halda áfram að senda út meiningar í þessa veru.Það er ekki hægt að segja að málið hafi ekki verið rannsakað og rætt og nú er komin niðurstaða og hún er fengin með lýðræðislegum hætti. Er ekki það þá félagsleg hugsun að bíta á jaxlinn og reyna að kyngja því? Svo er ekki heldur sannfærandi málflutningurinn sem heldur því fram að Þjóðkirkjan hafi eitthvað út úr því að níðast á samkynhneigðu fólki. Engin athugasemd hefur verið gerð um það þótt samkynhneigt fólk sé í og starfi fyrir kirkjuna. Já, jafnvel í prestembættum, enda er það í góðu lagi. Frá því kirkjan ályktað um samkynhneigð hefur það allt verið í jákvæðum anda.Málið hefur í raun snúist um hjónabandið en ekki samkynhneigð, en við höfum ekki rætt um hvað við höldum um það, eins og bent var á á kirkjuþinginu. Fyrr en við höfum ályktað um hvað það er getum við ekki breytt ályktunum okkar um það. Sjálfsagt förum við nærri um það en við höfum ekki meitlað neitt í stein svosem að heldur. Má nú ekki meta það við Íslensku þjóðkirkjuna að með samþykkt sinni hefur hún gengið lengra en nokkur önnur almenn kirkja? Er það einhver dyggð orðin að sparka í hana? Af hverju sparka menn ekki heldur í ömmur sínar? Það er í flestum tilvikum nærtækara! Sama er uppá teningnum um nýju biblíuþýðinguna. Hver þykist öðrum frægari sem fjargviðrast út í hana. Eigum við nú ekki bara að horfast í augu við að verk okkar eru aldrei betri en við sjálf og sættast við það að betur getur enginn gert en svo. Getum við ekki gert gott úr því besta sem við áorkum? Ákvarðanir og tæki, eins og hér um ræðir, marka heldur ekki allt heldur hvernig er á öllu haldið í framhaldinu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband