Að láta um sig muna

Þjóðhátíðardagur er nýliðinn. Mikilmenna sögu okkar var minnst, þeirra sem skipt hafa máli fyrir okkur Íslendinga. Um starf þeirra og framtak munaði mikið og við búum að verkum þeirra enn þann dag í dag. En munar eitthvað um mig og þig? Sumir munu telja það og þakka það að við vorum á kreiki, en verður okkar minnst lengi? Það má kannski einu gilda en öll ölum við í brjósti ósk um að þegar við erum farin veg allrar veraldar muni einhver hugsa til okkar með þakklæti. Kannski barnabörnin okkar.Væri ekki ánægjulegt  ef einhver úti í löndum minntist á það við og við, að borist hafi óvænt hjálp frá Íslandi sem miklu hafi varðað og tengdi við nafn okkar? Það er vissulega gott að vinna góð verk í látleysi, svo sem vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri gerir og hugsa sem svo að Guð sjái alltént og að ekkert sem við gerum verði nokkru sinni meir en það sem maður er hvort sem er skyldur til. En engu að síður eru það góð verkalaun að einhver blessi nafn manns fyrir velgjörð.Látum því um okkur muna og minnumst þeirra sem bágstaddir eru í kringum okkur og munum að í fjarlægum löndum er örbirgð yfirtaksmeiri en hér má almennt finna. Má bjóða þér að líta nánar á þetta á slóðinni www.jakob.annall.isÞessar línur eru settar á blað til þess að minna á skyldur okkar við þau sem minna mega sín nær og fjær. Við höfum bruðlað nokkuð að undanförnu, núna teljum við peningana okkar af meiri umhyggju og eru etv opnari fyrir vændræðum annara fyrir bragðið. Það er hollt og getur leitt til góðs.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband