Bloggfćrslur mánađarins, mars 2008

Hver á völdin?

Ég hef spenntur fylgst međ ţróun mála í Keníu ađ undanförnu eins og skiljanlegt er af bloggi mínu. Spenna hangir í loftinu um hver muni hafa völdin Odinga forsćtisráđherra eđa Kibaki forseti. Af ţví rćđst friđurinn ađ miklu leyti hvort ţeir eru reiđubúnir ađ deila völdum í samrćmi viđ gert samkomulag. Ţeir hafa áđur veriđ saman viđ stjórnvölinn en ţađ hélst ekki út heilt kjörtímabil svo menn eru alls ekki öruggir međ ţá nú heldur. Keníabúar eiga mikiđ í húfi ađ ţessir menn setji málefni ţjóđar sinnar í heild ofar hagsmunum sínum og sinna.

Í Rússlandi var kosinn nýr forseti en Pútín sagđur hafa alla tauma í hendi sér. Hvernig Medvedev líđur međ ţađ ţegar fram í sćkir leiđir tíminn einn í ljós. Klókt ţó af Pútín ađ láta ekki breyta stjórnarskránni sín vegna, lítur sannarlega vel út og tryggir stöđugleika og áhrif hugsjóna hans.

En ţađ lítur ekki vel út í Reykjavík, reyndar hvorki vel né illa. Ţađ er ekkert útlit yfirleitt! Ţar er sama fastheldnin á völdin og djúpstćđur ágreiningur um ţau ţó ekki hafi komiđ til óeirđa eđa mannfalls. Ţađ er sorglegt ađ horfa upp á ţađ ađ menn meti sig svo oftlega mikilvćgari en friđ og almannaheill, ađ leyfa ađ deilur um persónu manns hindri eđlilegan gang stjórnsýslu samfélagsins.

Hvenćr munum viđ sjá mann fćra fórn vegna friđar og stöđugleika, vegna framgangs ţeirra hugsjóna sem hann hefur bundist og hafa boriđ hann í valdastöđu? Hvenćr mun einhver efla málstađ sinn međ ţví ađ styrkja stöđu annarrar manneskju, breyta henni úr keppinaut í samherja?

Ţađ vćri sannarlega tímabćrt og vel ţegiđ nú.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband