Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Að láta um sig muna

Þjóðhátíðardagur er nýliðinn. Mikilmenna sögu okkar var minnst, þeirra sem skipt hafa máli fyrir okkur Íslendinga. Um starf þeirra og framtak munaði mikið og við búum að verkum þeirra enn þann dag í dag. En munar eitthvað um mig og þig? Sumir munu telja það og þakka það að við vorum á kreiki, en verður okkar minnst lengi? Það má kannski einu gilda en öll ölum við í brjósti ósk um að þegar við erum farin veg allrar veraldar muni einhver hugsa til okkar með þakklæti. Kannski barnabörnin okkar.Væri ekki ánægjulegt  ef einhver úti í löndum minntist á það við og við, að borist hafi óvænt hjálp frá Íslandi sem miklu hafi varðað og tengdi við nafn okkar? Það er vissulega gott að vinna góð verk í látleysi, svo sem vinstri höndin viti ekki hvað sú hægri gerir og hugsa sem svo að Guð sjái alltént og að ekkert sem við gerum verði nokkru sinni meir en það sem maður er hvort sem er skyldur til. En engu að síður eru það góð verkalaun að einhver blessi nafn manns fyrir velgjörð.Látum því um okkur muna og minnumst þeirra sem bágstaddir eru í kringum okkur og munum að í fjarlægum löndum er örbirgð yfirtaksmeiri en hér má almennt finna. Má bjóða þér að líta nánar á þetta á slóðinni www.jakob.annall.isÞessar línur eru settar á blað til þess að minna á skyldur okkar við þau sem minna mega sín nær og fjær. Við höfum bruðlað nokkuð að undanförnu, núna teljum við peningana okkar af meiri umhyggju og eru etv opnari fyrir vændræðum annara fyrir bragðið. Það er hollt og getur leitt til góðs.

Bágindi í Kenía

Mig langar að vekja athygli á umfjöllun um efnið á slóðinni www.jakob.annall.is Þar er gerð grein fyrir aðstæðum og hjálparstarfi íþróun á okkar vegum.

 


Orka og pólitík

Ég vil árna Hönnu Birnu Kristjánsdóttur heilla sem nýr oddviti Sjálfstæðismanna borgarstjórn Reykjavíkur. Hún sýnist skelegg kona og rösk og er ekki vanþörf á styrkum handtökum og ábyrgum orðum til að Sjálfstæðismenn endurheimti traust Reykvíkinga á vinnubrögðum við stjórn borgarinnar. Hugmyndafræðin þar að lútandi stendur á gömlum merg en ýmis úrlausnarefni eru þó ný. Ekki hefur verið um það deilt að verkefni Orkuveitunnar skuli vera í almannahag og íbúar höfuðborgarsvæðisins skuli hafa beina og lýðræðislega íhlutun um reksturinn. Það er hins vegar úrlausnarefni hvernig þekking og reynsla sem skapast á vettvangi hennar megi nýtast til eflingar hér og annarstaðar í veröldinni. Hver á að hirða arð af þeirri þekkingarsköpun? Um það efni geta menn deilt en óþarfi að láta það atriði velta sér af stalli. Vinnubrögðin voru fljótfærnisleg eða ætti etv að segja full snaggaraleg fyrir pólitískt samfélag borgarstjónarinnar á sínum tíma. Guðmundur Þóroddsson fv forstjóri upplýsir ásamt öðrum um fund sem fór handaskolum og tók til umræðu málefni sem ekki voru unnin fyrir fundinn og ekki náðist að dreifa gögnum sem reyndust afdrifarík. Af þessu má læra að betra er stundum að flýta sér hægt og tími verður að gefast til umræðu. Það hentaði hins vegar ekki þeirri vinnuáætlun sem fyrir lá. Ekki þurfti þó að fara sem fór!Ég vona og treysti raunar að Sjálfstæðismenn hafi lært sína lexíu og geri ekki samsvarandi mistök í bráð. Borgarstjóraefnið er snart í tali og líklega fljótt í hugsun um leið, en vonandi engin flumbra samt og hefur lært. Það munum við kannski sjá á komandi mánuðum.Það hlýtur að vera augljóst og að mér skilst viðtekið að þekking sem skapast í fyrirtæki er jöfnum höndum eign fyrirtækisins og þeirra fagmanna sem skapa hana. Um það hafa þróast reglur og þetta er ekkert nýmæli heldur. Það er eðlilegt að Orkuveitan hagnist á þessari þekkingarmyndun og að eigendur hennar, fólkið, hagnist með lækkuðu orkuverði. Það er eitt af markmiðum rekstrarins að við fáum orku á sem lægstu verði. Vöruþróun af öðru tægi, svosem gagnaflutningur og nýting jarvarma og orku í öðrum tilgangi á að fara fram utan Orkuveitunnar. Hún getur selt ráðgjöf og tækniþekkingu, en best þó að slíkt breiðist úr fyrir fyrirtækið og þróist í sértækum verkefnum í einkageiranum. Ef einhverjir starfsmanna Orkuveitunnar vilja fara með sérþekkingu sín út fyrir fyrirtækið ætti það að vera auðvelt því varla yrði um samkeppnisrekstur að ræða. Það yrði bara til góðs svo fremi sem þess sé gætt að einhver sé eftir til að halda utanum þau verkefni sem koma eiginlegum verkefnum Orkuveitunnnar áfram.Það er því afar mikilvægt að þau verkefni sem voru tilefni stofnunar Rei og önnur lík fái framgang þrátt fyrir slysið í fyrra. Það má ekki láta ótta ráða för og hindra mikilvægar framfarir og eflingu íslenskra orkuútrásar og nýtingar.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband