Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2010

Dómsdagur

Mánudagurinn 12. apríl er dómsdagur á Íslandi. Ţá verđa sum okkar fyrir sakbendingu međan önnur ganga hlćjandi frá dómi. Davíđ Oddson er farinn úr landi eins og fordćmi eru međal ţjóđhöfđingja í bananalýđveldunum enda sagt í fréttum ađ víđa á ţessum 9000 síđum muni hans getiđ. Hann veit um ţetta enda fengiđ, í krafti andmćlaréttar, ađ sjá ţađ sem um hann er ritađ í skýrsluna. Hann hefur veriđ mikilvirkur í stjórnmálum allt frá ţví hann ruddist í sćti formanns Sjálfstćđisflokksins. Ţorsteinn Pálsson sem var ţar fyrir siglir lygnan sjó og nýtur virđingar langt út fyrir flokk sinn. Já, ólíkt höfumst viđ ađ. Davíđ hefur rutt brautir fyrir frelsi og á ţakkir fyrir ţađ, en ábyrđin gleymdist og dómgreindin brast. Ingibjörg Sólrún gengur ţegar fegin frá dómi og má unna henni ţess eftir ţann eld sem hún hefur gengiđ í gegnum, og fleiri fara í hennar spor, etv fleiri en ţađ eiga skiliđ. Höfum samt ekki áhyggjur af ţeim um sinn. Hugsum um ţau sem fá sakbendingu. Reynum ađ treysta saksóknar- og dómskerfinu fyrir ţeim og tökum eftir hvernig ţau ganga ađ dómi sínum. Ţau sem iđrast kunna og gera hreint fyrir sínum dyrum skulum viđ virđa fyrir ţađ og fćra til málsbóta. Ţau sem hins vegar enga iđrun sýna og kenna öđrum um munu áfram verđa virđingarlaus međal okkar og ekki geta átt samfélag viđ heiđarlegt fólk.

En ég hugsa sérstaklega um stjórnmálaflokkana. Ţeir bera mis óhreinan skjöld í ţess máli. VG hefur bent á sinn "hreina" skjöld enallir á flekkađan skjöld Sjálfstćđismanna. Sannarlega er valurinn orđinn fjađrafár og óvíst hvenćr hann verđur fleygur á ný; alla vega ekki fyrr en ţess sér stađ í flokksamţykktum hans ađ hann hafi dregiđ lćrdóm af hruninu og mótađ nýja stefnu sem tekur á ágöllunum í kerfi frjálshyggjunnar. (Ég velti fyrir mér hvort minnkandi áhugi fokksins á málefnum kirkju og kristni í landinu fari saman viđ villuráf hans og skipbrot.) Framsóknarmenn eru í tilraunastarfsemi um ţađ ađ móta ný tök á stjórnmálunum og sýna til ţess góđan vilja, en skuggi Halldórs Ásgrímssonar og kóna hans hvílir enn yfir međan hann hefur sjálfur ekki stigiđ fram og játađ mistök sín. Hann gćti byrjađ á stuđninginum viđ Íraksstríđiđ. En Samfylkingin er sá ábyrgđarađili sem er enn viđ völd og getur eitthvađ gert og margt sem hún nyti stuđnings VG viđ en hefur látiđ sér lítiđ nćgja í ţeim efnum. Hún er flokkurinn sem hefđi haft tćkifćri til ađ koma fram nýhugsun međ krafti en í stađinn ađ mestu reitt fram gamlar uppskriftir međ hálfvelgju. Mér finnst ábyrgđ ţess flokks mikil. Meiri en flestra, en krafturinn ţar hefur fariđ í tóm mál. Mér er annt um Evrópusambandsađild og er ekki skemmt yfir ţví hvernig ţađ mál er statt og keyrt fram í ótíma án ítarlegs undirbúnings. Ţađ hefđi veriđ betra ađ ţađ hefđi komiđ fram í kjölfar Icesave samninganna. Og um ţá: Skelfilegar eru ófarir ţessara tveggja flokka í ţví efni, eins sjálfsagt og ţađ nú var ađ um ţađ efni hefđi veriđ samvinna allra flokka allan tímann.

Sem sagt eg  ég og fleiri horfum langleit á Samfylkinguna og hvernig hún er ađ klúđra sögulegu tćkifćri sínu. Hún birtist sem kerfisfokkur gamalla óljósra hugsjóna. Gunnfánarnir: Frelsi, jafnrétti og brćđralag standa hver í sína áttina og eru upplitađir, eins fínir og ţeir voru nú ţegar ţeir voru hafnir á loft 1748; engin nýhugsun, engin dirfska, enginn ábyrgđ. Sorglegt!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband