Nokkrir þankar um kirkju og skóla

Nokkrir þankar um kirkju og skóla Það er vert að skoða nánar ýmisegt sem hefur verið haft á orði í umræðunni um þessi mál að undanförnu. Fyrst það að aðkoma kirkjunnar að skólastarfi sé nýtilkomin. Það má ef til vill gilda um leikskólann og er enda þar flest nýtt. En um grunnskólann gegnir öðru máli og er skilt skeggið hökunni í þeim efnum þó minna sé en sumir vildu. Nú má ég af sjálfum mér reyna þetta nokkuð. Prestar sátu jafnan í skólanefndum, voru kennarar og prófdómarar í barnæsku minni og helgaðist það af því að þeir höfðu löngum borið ábyrgð á barnafræðslunni í sveitum sínum. Lnagafar mínir tveir voru barnafræðarar og störfuðu á ábyrgð prestanna. Sjálfur kenndi ég talsvert bæði sem guðfræðinemi og prestur. Ég hafði allan aðgang að skólunum sem ég gat við komið enda óskað eftir samstarfi kirkju og skóla þar sem ég starfaði úti á landi. Þetta munu flestir prestar geta tekið undir og velflestum fundist eðlilegt. Það er fyrst á seinni árum að það fer að bera nokkuð á tregðu af hálfu skólans í þessu efni. Á sama tíma eykst mjög viðvera barnanna í skóla. Sá tími sólarhrings sem börn verja með foreldrum sínum og hafa til ráðrúms fyrir tómstundastarf minnkar. Það þrengir um þann tíma sem trúfræðslu verður viðkomið utan skólans. Um leið er jafnt og þétt dregið úr kristinfræðikennslu. Auðvitað verða það eðlileg viðbrögð kirkju og presta að bjóða stuðning og leita leiða til þess að styrkja kristinfræði í skólunum. Í lengdri viðveru grunnskólans hefur skapast rými fyrir þessa fræðslu og hefur það sumsstaðar verið nýtt. Og kirkjan hefur eflt á sama tíma starf sitt í þágu barna og ungmenna. Mér sýnist þetta allt eðlileg viðbrögð. Það er talað um að þessi fræðsla verði að vera á faglegum grunni og látið hljóma eins og prestar og djáknar séu amatörar í þessu starfi. Þetta er allt gagnmenntað fólk og væri nær að líkja þeim við sérkennara í sínu fagi. Starfið er einnig unnið í stærra samhengi safnaðarstarfs og undir umsjá sónarprestsins. Svo er talað um sálnaveiðar eins og börnin séu utan samhengis kirkjunnar. Grundvöllur starfanna er sá að flest börnin tilheyra Þjóðkirkjunni og foreldrarnir samþykkja og óska eftir því að þessi þjónusta sé veitt. Og aðeins um tilhliðrun skólans vegna starfa kirkjunnar. Hvað þá um íþróttastarf og listastarf? Er það ekki bannað líka? Ég held að fólk sem starfar með börnum og unglinum vítt út um landið og í mörgum hverfum höfuðborgarsvæðisins skilji ekki þetta tal. Sveitarfélagið og hverfin eru samfélagsheildir þar sem samhæfing hefur orðið að nauðsyn eftir því sem tilboðum um verkefni og vettvang fyrir ungviðið hefur vaxið og augljósari þörfin að halda utan um það og forða frá illu. Auðvitað er skólinn þátttakandi í þessari tilhliðrun. Hið opinbera er ekki og vill ekki vera neinn “stóribróðir” sem allir aðrir verða að lúta. Umfang hans eitt nægir honum til þess að hafa forgang.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Ekki þekki ég nokkra bók, sem er jafn ljúf gagnvart öllum, hvera stöðu viðkomandi  hefur í dagsins amstri en einmitt Nýja Testamenntið.

Dæmisögurnar og sögurnar af Frelsaranum eru ekki bara vitnisburður um heilagann mann, heldur einnig vegvísir ÖLLUM um umburðalyndi og manngæsku, hverrar trúar svo sem hver og einn er.

Ekkert í kenning Krists getur verið særndi fyrir nokkurn mann.

Ekki lastaði hann önnur trúarbrögð, heldur benti á veginn.

Það er ekki við vegvísi að sakast, þó svo vegfarandinn virði hann að vettugi.

Óvinir og uppreisnarfólk gegn góðum siðum og gildum þeim sem okkar bygging er grundvölluð á eru um allt, misjafnlega argvítugir. 

Eftirlátssemi við þessi öfl verða skipan þjóðar ekki til góðs, heldur naga þessir aðilar á stoðunum og ef ekki eru menntil, sem vilja syrkja og lagfæra þær stoðir mun þeim auðvitað verða að ætlan sinni og ná að skemma svo, að ill verður að laga.

Þið kirkjunar menn þurfið ekki að bera neinn kinnroða fyrir kenningu Krists, sem fram kemur í Nýja Testamenntinu, þar er ekkert annað en fegurðin ein.

Eins og þú veist, hef ég svosem stundum bent á, að sumt í Gamla TRestamenntinu ætti ekki heima í hugarheimi þeirra, sem gera Frelsarann að leiðtoga lís síns, því mergt þa getur ekki samræmst því ena boðorði em Hann Gaf okkur, boðorð, sem tekur yfir allt í lífi hvers og eins og uppfyllir það--Kærleiksboðorðið er ekta ómengað  og skýlaus krafa um umburðalyndi byggðu á væntumþykju.  Ekki er þar minnst á ,,eign" á öðrum, líkt og í hinum Gyðinglegu boðorðum, sem komin eru ú r ..Lögmáli" þeirra.

Ekki gleyma af hverju Meistarinn lét lífið, það var til þess, að syndir okkar,-svosem eigingirnin,- fengju náð fyrir augum Hans.

Innilega Innilega gleðileg Jól

Kærar kveðjur br

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 10.12.2007 kl. 14:47

2 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Dæmisögurnar og sögurnar af Frelsaranum eru ekki bara vitnisburður um heilagann mann, heldur einnig vegvísir ÖLLUM um umburðalyndi og manngæsku, hverrar trúar svo sem hver og einn er.

Uh, já já.

22Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: "Miskunna þú mér, herra, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda." 23En hann svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: "Láttu hana fara, hún eltir oss með hrópum." 24Hann mælti: "Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt." 25Konan kom, laut honum og sagði: "Herra, hjálpa þú mér!" 26Hann svaraði: "Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana." 27Hún sagði: "Satt er það, herra, þó eta hundarnir mola þá, sem falla af borðum húsbænda þeirra." 28Þá mælti Jesús við hana: "Kona, mikil er trú þín. Verði þér sem þú vilt." Og dóttir hennar varð heil frá þeirri stundu.

Matthías Ásgeirsson, 11.12.2007 kl. 10:26

3 Smámynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson

Þakka þetta allt saman. Ég get þess annrs staðar á síðunni held ég að þetta snúist ekki um trúboð heldur þjónustu við þá sem vilja þigja hana og sömuleiðis að það að þau sem annað vildu ættu að fá að eig þess kost að njóta þess. Þannig kennum við best umburðarlyndi og skilning á veruleika fjölmenningarinnar.

Já, Matthías. Þú lest of stutt og ekki sýnist beinlínis glampa af greind og innsæi hjá þér. Jesús á  samskipti við fólk og í samskiptum þróast hlutirnir. Þessi samskipti virðast einmitt hafa gefið manninum Jesú nýjan skilning á umfangi hlutverks síns sem Guð meðal manna.

Jakob Ágúst Hjálmarsson, 11.12.2007 kl. 11:06

4 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Já, Matthías. Þú lest of stutt og ekki sýnist beinlínis glampa af greind og innsæi hjá þér.

Þetta eru aldeilis drengileg ummæli Jakob.

Þessi "þjónusta" á heima í kirkjum, ekki skólum.  Hvað er flókið við það?  Kirkjur eru opnar, foreldrar geta farið með börnin þangað.  Vala er búin að benda á þetta í athugasemd sinni.

Ef það er eftirspurn eftir þjónustunni ætti fólk að flykkjast í kirkjuna með börnin.  Raunin er sú að það gerist ekki.

Matthías Ásgeirsson, 11.12.2007 kl. 13:46

5 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Nú var ég að hlusta á Guðna Ágústsson verja kristnifræðikennsluna á þingi í dag, í framhaldi af því að nú á að útrýma kristilegu siðgæði úr grunnskólalögum. Ég velti því fyrir mér í þessu samhengi hvort yfirleitt sé hægt að slíta kristilegt siðgæði úr tengslum við kristna trú sem slíka. Hlýtur það ekki alltaf að grundvallast á trúnni? Og ættu þá ekki varðmenn þess fremur að hvetja til beinskeyttara orðalags varðandi þetta í lögunum?

Þorsteinn Siglaugsson, 12.12.2007 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband