Leiðin til friðar

Ég settist áðan til að horfa á afhendingu friðarverðlauna Nobels og hugsaði til þess að kristni veraldarinnar hefði mikið misst með Jóhannesi Páli páfa og aldrei er það nema satt og bið eftir öðrum eins kirkjuleiðtoga og hann var. En svo kom Obama, fremsti stríðsherra veraldarinnar og flutti hugvekju sem lengi verður munuð og vitnað í. Og ég fann í ræðunni grunn kristinnar hugsunar og djúpa heimspeki stríðs og friðar sem mun án vafa rata leiðina til friðar og farsældar. Sú leið kann að reynast löng, framundan umhverfisvá sem mun setja allt á oddinn og leiða til átaka ef ekki verður árangur í Hopenhagen. En við getum ratað leiðina: Hopslo, Hopenhagen, Hope..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Minn kæri.

Á meðan Höfuðsyndirnar Sjö eru okkur færðar við fæðingu, mun stríð geysa meðal mannanna barna.

Það er svo og mun um ókomna tíð, að það verða ætíð til einstaklingar sem geta breytt ljósi í myrkur, án þess, að menn verði þess varir.  Siðblindingjar munu fæðast og þeim mun takast, að slá ryki í augu fjöldans.

Eina vopnið gegn þessu er íhugun fallvaltleikans, tilkomu ljóssins meðal mannanna(sem er sannleikurinn), leitin að því týnda (sem er sannleikurinn sem fórst við fyrsta próf í Aldingarðinum forðum) mun vara lengi enn.

Hópur manna stundar þetta af árvekni, vel sé þeim, vonum á Herrann, að sá hópur stækki og vegni vel.  Dagar okkar hafa verið mældir og okkar að telja þá því miður er svo sárgrætilega auðvelt fyrir þa´sem fagurt mæla og búa til fölsk viðmið ,,jöfnuðar og sanngirni" en nota það til að koma sér sjálfum fyrir við þægilega vinnu með litlu vinnuframlagi.

Ég hlakka til mánudagskvölds því þá vonandi hitti ég vini mína allmarga.  Vonandi segi ég, því ekkert lofar mér því fyrir fram, að þeir dagar muni birtast mér, sem þangað til þurfa að líða.  Talning mín hefur ekki enn náð þeirri tölu.

Þú veist manna best, að það dugir ekki að mæla hyggilega en breyta flátt.  Svo mun um þjóðarleiðtoga marga.

Vonandi hittumst við á mánudagskvöldið

með vinarkveðju

Bjarni Kjartansson

Bjarni Kjartansson, 10.12.2009 kl. 13:50

2 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Jakob.  Já það eru margar mótsagnirnar í sambandi við frið og stríð í heiminum.  En mig langar að þakka þér fyrir mjög fróðlegt og skemmtilegt viðtal á Útvarpi Sögu sem ég heyrði brot úr í morgun og er að klára að hlusta á núna í endurflutningi. Ég á eftir að kaupa þennan disk.

Þorsteinn Sverrisson, 21.12.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband