Hefur starfað sem prestur í Reykjavík, Ísafirði og Seyðisfirði. Áherslur á kristinni menningu, þjóðmálum, málefnum bágstaddra í heiminum. Birtir einnig efni á facebook undir eigin nafni.
Myndskreytt hljóðbók! Heillandi frásögn frá söguöld með lifandi myndefni og skýrskotun til manngildis og menningarverðmæta í samtímanum. Tilvalin gjöf handa þroskuðum börnum sem fullorðnu fólki.Út er kominn á DVD diski hljóðbók um Melkorku Mýrkjartansdóttur byggð á sögu Laxdælu. Meðan upplestri sögunnar vindur fram birtast myndir sem styðja efnið. Höfundur og sögumaður er Jakob Ágúst Hjálmarsson. Myndefnið er sótt í Sögusafnið í Perlunni auk þess sem atvik sögunnar eru túlkuð af fólki sem situr fyrir í fornbúningum á söguslóðum. Þær myndir hefur Hólmfríður Vala Svavarsdóttir tekið. Auk sögu Melkorku eru fimm skýringarþættir á diskinum um keltneskan heim Melkorku, hinn norræna heim sem hún ól upp Ólaf pá son sinn í, um Víkinga, Papa og keltnesk áhrif á íslenska menningu. Úlit hannar Emil Sigurbjörnsson og útgefandi er Sögusafnið.