Bloggfærslur mánaðarins, desember 2009

Leiðin til friðar

Ég settist áðan til að horfa á afhendingu friðarverðlauna Nobels og hugsaði til þess að kristni veraldarinnar hefði mikið misst með Jóhannesi Páli páfa og aldrei er það nema satt og bið eftir öðrum eins kirkjuleiðtoga og hann var. En svo kom Obama, fremsti stríðsherra veraldarinnar og flutti hugvekju sem lengi verður munuð og vitnað í. Og ég fann í ræðunni grunn kristinnar hugsunar og djúpa heimspeki stríðs og friðar sem mun án vafa rata leiðina til friðar og farsældar. Sú leið kann að reynast löng, framundan umhverfisvá sem mun setja allt á oddinn og leiða til átaka ef ekki verður árangur í Hopenhagen. En við getum ratað leiðina: Hopslo, Hopenhagen, Hope..

Sorglegt að sjá og heyra

Það er auðséð að mikil alvara er yfir ýmsum þingmönnum á þessum dögum. Sumir þeirra geta varla varist tárum yfir þeim dapurlegu örlögum sem þeir sjá leidd yfir þjóðina án þess þeir fái rönd við reist. Ég leit inn á rás Alþingis og þá kom í ræðustól Eygló Harðardóttir og lýsti með orðum og yfirbragði djúpri hryggð. Eins var þingflokksformaður Sjálfstæðismanna Illugi Gunnarsson með alvarlegasta bragði og sést samt aldrei með nein flírulæti í ræðustól. Það hlýtur líka að vera þungbært hlutskipti að sitja á þingi og eiga aðild að afgreiðslu Icesavemálsins við þessar aðstæður. Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur af ljósum og leyndum ástæðum bundist fyrirliggjandi lausn Icesavemálsins og meðreiðarfólk þeirra flest á þingi svosem múlbundið orðið í málinu. Ónóg umfjöllun í fjárlaganefnd leiddi til ófrjórrar annarar umræðu og nú sitja menn frammi fyrir því þar að koma því aftur í viðunandi mynd fyrir þingið. Það er þó alls óvíst að það takist.

Ömurleiki málsins hefur aldrei verið átakanlegri og á því miður vel við skammdegið yfir landinu nú. En það birtir á ný í náttúrunni fyrir skikkan Skaparans en yfir Icesave mun seint verða bjart. Ljóss er þörf. Ljóss nýrrar nálgunar. Því eins og málin standa  núna er vandséð hvort verra er að samþykkja eins og lagt er til ellegar láta draga þá sem sök eiga eða ábyrgð fyrir dóm.


Þetta gengur ekki

Það er einfaldlega ekki hægt að falla frá þeim fyrirvörum sem settir voru á Alþingi í september. Við Íslendingar vorum eftir atvikum sátt við þá niðurstöðu að kalla, þótt um óyndisúrræði væri að ræða. Nú stefnir í algjöra uppgjöf gagnvart þeim kröfum sem á okkur eru gerðar vegna Icesave. Við getum bara beðið eftir valtaranum. Kostirnir svo slæmir að vart getur verið verra að gera enga samninga.

Ef Bretar og Hollendingar geta ekki sæst á niðurstöðuna frá í september er líklega er best núna að gera tvennt:

a Draga aðildarumsókn að EB til baka að það rugli ekki fyrir okkur málin. Ummæli af Evrópuþinginu sýna að við getum ekki rekið hvorutveggja málin í senn.

 b Tilkynna að málið verði tekið upp frá byrjun með það fyrir augum að því verði stefnt fyrir dómstóla.

c Ganga á EB fyrir gallaða lagaumgjörð um innistæðuábyrgðir. Á ekki við .það hrun sem hefur orðið.

Við getum ekki sjálfviljug komið okkur í þá aðstöðu sem samþykkt fyrirliggjandi frumvarps leiðir til, sbr grein lögspekinganna þriggja frá í dag og það sem sannarlega er letrað á vegginn fyrir alla að sjá.


mbl.is Segja Icesave-lög geta verið brot á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband