Kristilegt siðgæði

Á Alþingi í gær og í Kastljósi í gærkvöld féllu umhugsunarverð orð af vörum æðstu valdamanna þjóðarinnar um krisilegt siðgæði sem grundvallarviðmiðun siðgæðis. Í stað þess kemur nú í frumvarpstexta laga um menntastofnanir falleg upptalning viðmiða, og flestum getur fundist eins og menntamálaráðherranum þau umskipti litlu skipta. En er nú svo víst að hér sé bitamunur en ekki fjár? Þessi umræða kom upp í Noregi í ráðherratíð Guðmundar Hernes. Hann ver guðfræðingur á stóli menntamálaráðherra, ef ég fer rétt með. Hann gerði sér grein fyrir því að ef hinni kristnu viðmiðun var skipt út þá varð að skilgreina inntak orða eins og umburðarlyndi, jafnrétti og réttlæti. Gera nýjan gildagunn. Þetta þykir ýmsum kannski einkennilegt, en inntak þessara fallegu orða er eins og annara tímanlegt, skilgreinist af menningunni hverju sinni. Samt er það svo að þetta kristilega er það ankeri sem gildin eru fest við. Þau skírast af inntaki kristindómsins, dæmi og orðum Jesú og öllu sínu samhengi. Þau eru ekki á reki. Það að þau skírist með mismunandi blæbrigðum og kannski rúmlega það eftir tiíma og stað er að sínu leyti ávísun á hvernig færi fyrir hinum óbundnu gildum sem nú eru á dagskrá í þrætubók.Dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup sendi frá sér gagnmerka pistla í Morgunblaðinu í haust og geyma þeir lærdóm sem vitur maður hefur dregið að reynslu sinni af liðinni öld, öld óheyrilegra blóðsúthellinga, þjóðarmorða og yfirgangs. Hann lýsir ma uppgangi nasismanns og meinvillu kommúnismans sem hvor tveggja tóku öll þessi fallegu gildi frumvarpsins og rangsneru þeim með því að fá þeim valdar viðmiðanir. Þetta ekki aðeins getur gerst aftur heldur mun það gerast. Það er ekki enn runninn sá bjarti dagur handan allra stríða þó friðvænlegt hafi verið með okkur um stund. Mannshugurinn er viðsjárverð vél og samfélög manna pottar sem fleira er í kokkað en heilsufæði. Gáum því að okkur.

Bloggfærslur 13. desember 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband