Samhjálp í verki
7.9.2007 | 14:36
Í starfi mínu sem prestur í miðborginni hef ég margsinnis séð í hendi mér mikilvægi kaffistofu samhjálpar og séð ástæðu til að þakka það sem og rekstur þeirra á Gistiskýlinu. Það verður að tryggja áframhaldandi rekstur kaffistofunnar og sömuleiðis að Samhjálparfólk haldi áfram þeim rekstri.
Það getur verið afar dapurlegt að senda frá sér þurfamann án þess að hafa fundið ráð til hjálpar í brjáðum vanda en huggun að vita að hann á vísa saðnigu hjá Samhjálp og möguleika á gistingu á Gistiskýlinu. Það er þó alltof takmörkuð lausn og þarf að þróa frekar.
![]() |
Kaffistofu Samhjálpar lokað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)