Leiðin til friðar
10.12.2009 | 13:31
Ég settist áðan til að horfa á afhendingu friðarverðlauna Nobels og hugsaði til þess að kristni veraldarinnar hefði mikið misst með Jóhannesi Páli páfa og aldrei er það nema satt og bið eftir öðrum eins kirkjuleiðtoga og hann var. En svo kom Obama, fremsti stríðsherra veraldarinnar og flutti hugvekju sem lengi verður munuð og vitnað í. Og ég fann í ræðunni grunn kristinnar hugsunar og djúpa heimspeki stríðs og friðar sem mun án vafa rata leiðina til friðar og farsældar. Sú leið kann að reynast löng, framundan umhverfisvá sem mun setja allt á oddinn og leiða til átaka ef ekki verður árangur í Hopenhagen. En við getum ratað leiðina: Hopslo, Hopenhagen, Hope..
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)