Það þarf að klára þetta.
4.4.2011 | 09:34
Ég er búinn að kjósa og sagði JÁ. Allt fannst mér bjóða það. Þó urðu þeir Ragnar Hall og Jesús til að setja í mig sannfæringuna. Fyrst Jesús því hann sagði: Þegar þú ferð með andstæðingi þínum fyrir yfirvald, þá kostaðu kapps um það á leiðinni að ná sáttum við hann... Lúk 12:58 Ragnar sagði það sama og taldi engan vanheiður af því að sættast á mál þó manni finndist að rétturinn væri manns megin. Að sættast á mál er líka dæmi um samskiptahæfni. (Fer að vísu eftir niðurstöðunni.) Málalok er líka góður áfangi.
Segjum því JÁ og höldum áfram að vinna okkur út úr kreppunni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.