Flóttamenn frá Írak

Í fréttum þessa daga er fjallað um mikinn flóttamannastraum frá Írak. Milljónir eru flúnar frá heimilum sínum. Mér kom nú í hug að endinn skyldi í upphafi skoða og segi enn og aftur að það er hörmulegt að Íslendingar skuli viðriðnir þetta brjálæði. Úr því svo er þá er ekki um annað að ræða  en leita enn frekar leiða til þess að létta böl þessa fólks. Meðan það er ekki að öllu leyti okkur til sæmdarauka þá skulum við ekki fipa okkur með æfingum á öðrum sviðum utanríkismála nema beinar ástæður séu til.

Ef sagan á ekki eftir að sýna ákvörðun forystumanna ríksstjórnar á sínum tíma sem það glapræði sem það nú var þá mun fleiru verða á haus snúið í þessu landi. Ég man ekki efti ógæfulegri gjörð í samkiptum Íslands við umheiminn en einmitt það leyfa að nafn Íslands á lista hinna staðföstu þjóða. Það verður ekki leiðrétt með neinu öðru móti en því að reynast bágstöddu fólki í Írak vel, svo vel að við finnum fyrir því sjálf að það taki í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Þetta er allt hið dapurlegasta mál og erfitt viðureignar orðið. Og ég held að það sé alveg rétt hjá þér að sagan á eftir að dæma þessa fráleitu ákvörðun "landsfeðranna" fyrrverandi hart.

Hef það á tilfinningunni að hildarleikurinn í eigi bara eftir að færast í aukanna, því miður.

Georg P Sveinbjörnsson, 27.7.2007 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband