Decorum

Decorum er latneskt orð og merkir prýði og ekki síst það sem má einn mann prýða. Sómi er orð af líku tagi. Vertu sæmilegur var það mesta sem faðir frænda míns gat krafist af honum og var satt í tvennskonar skilningi. Vinurinn gat aldrei verið mjög þægur en ef hann var sæmilegur þá var hann til sóma.Ég hef verið að lesa svolítið í Speki Konfúsíusar sem Ragnar Baldursson þýddi. Konfúsíus taldi að góð breytni hefði góðar afleiðingar, sérstaklega hjá mönnum í valdastöðum þar eð þeir væru fyrirmyndir. Þeir í Brussel virðast telja að það helst megi koma á farsæld með reglugerðum. Það er nálgun ú allt annari átt. Ég held að Jesús hafi átt meira sameiginlegt með Konfúsíusi en Brussel því það er sem hann skori á okkur að reyna leið fórnarinnar. Ger þú öðrum það sem þú villt mæta af þeim. Taktu sénsinn á því að greiða öðrum veg um lífið og vittu hvað gerist. Vertu hjálpsamur og taktu áhættu af því að nálgast fólk í neyð.Mér finnst við stunda einangrunarstefnu í samtímanum. Við lokum augunum fyrir öðrum nema við getum haft af þeim gagn. Við viljum ekki vita af neinu óþægilegu og stuggum við öllu því sem truflar okkur. Við setjum reglur til þess að halda öðrum í fjarlægð.Hvernig væri nú að ganga fram fyrir skjöldu og bjóða náunganum góðan daginn og spyrja hvernig honum lítist nú á daginn, hvort það sé eitthvað sem maður geti gert til þess að gera hann betri?Ástundum að gera hvaðeina sem má prýða okkur sem manneskjur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband