Jesús og síminn
8.9.2007 | 10:53
Úr prédikun sunnudagsins sjá www.domkirkjan.is
Samfélagið má vel taka í hornin á kirkjunni og hjálpa henni að sjá í hverju henni er áfátt en hún getur ekki byggt sig út fyrir grundvöll sinn. Þá hrynur hún eða breytist einfaldlega í geimstöð, án sambands við raunveruleikann. Og sá grundvöllur er Kristur. Við megum alls ekki skola honum út með þvottavatninu þegar við hreinsum kirkjuna okkar, því það er hann sem hreinsar okkur, ekki öfugt. Jesús Kristur er söguleg persóna, gleymum því aldrei. Guð kom til fundar við okkur mennina í þessum smið frá Galíleu fyrir 2000 árum. Umræðuefnið er því hvað hann sagði og gerði. Með því að vega það og meta og skoða í ljósi samtíðar okkar og samhengis hans munum við fá þá vitneskju sem við þurfum til þess að sjá með augum Guðs hvernig hlutunum er varið. Til þess var auglýsing Jóns Gnarrs vel til fallin. Verst að hann skyldi ekki hafa aðra leið en að auglýsa alls óskylt efni í leiðinni.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 10.9.2007 kl. 11:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.