"Sígild" grein um kirkju og skóla
6.12.2007 | 13:10
Ég birti grein undir neðangreindu nafni í febrúar 2003 líklega í DV. Mér finnst hún eiga við enn í dag.
Ólík trúarviðhorf í fjölgreiningarsamfélagi Á dögunum (Feb 2003) var haldinn fundur með prestum og leikskólastjórum í Vesturbænum um nærveru kirkjunnar í leikskólanum. Sá fundur var haldin í kjölfar umfjöllunar í leikskólaráði borgarinnar um það efni. Að sjálfsögðu var þar áréttað að ekki væri við hæfi að vera með "trúaráróður" í leikskólunum en talið sjalfsagt að skólar gætu haft kirkjuheimsóknir á dagskrá sinni.Einn prestanna sr. Sigurður Pálsson sem einnig er uppeldisfræðingur gaf út í fyrra bókina Börn og trú þar sem fjallað er um trúaruppeldi barna. Þar færir hann fram rök fræðimanna sem hníga að því að ekkert barn verði alið upp í trúarlegu tómarúmi. Annað hvort er það alið upp í einhverri trú eða trýleysi sem einnig er trúarafstaða sem mótar viðhorf þess. Hann rekur ennfremur að foreldrarnir eru sterkustu mótunaraðilarnir í þessum efnum sem öðrum. Nær ómögulegt er að komast þar fram með nokkur áhrif sem standa gegn viðhorfum foreldranna. Í skólastarfi ber það bestan árangur sem er í bestu samræmi við heimili hvers bans.Ísland er eins og önnur vestræn lönd að verða fjölmenningarland. Þetta er einmitt mest áberandi í Vesturbænum af einhverjum ástæðum. Þar er nær fimmti hver maður utan Þjóðkirkjunnar. Þetta kemur fram í skólunum einnig. Þar eru börn af ýmsum trúarbrögðum, litarafti, þjóðerni og sambúðin er ekki alltaf alveg árekstalaus.Hvernig á að snúast í þessu? Er unnt að skapa eitthvert hlutleysi til viðhorfa og siða og móta kennslu og skólastarf af því? Hver maður hlýtur að sjá að það er ómögulegt.Fulltrúi frá Alþjóðahúsinu gerði grein fyrir því á fundi fyrir skömmu að þau börn næðu bestum árangri í námi sem hefðu best tök á móðurmáli sínu og þjóðmenningu. Þetta hafa fleiri fundið og Íslendingar á Norðurlöndum hafa verið þakklátir fyrir alla kennslu fyrir sín börn í þeim efnum.Eina leiðin í þessum efnum er að kenna virðingu fyrir ólíkum háttum og viðhorfum manna í fjölgreiningarþjóðfélaginu og það ber að hefja það strax í bernsku. Það er allt í lagi að fólk hafi mismunandi trú, litaraft, þjóðerni, já og kynferði.Það er td. ekkert vandamál fyrir stráka að skilja það að þeir eigi ekki að fara á sömu salernin og stelpurnar og að það er í jafn góðu lagi fyrir stelpur að vera stelpur og fyrir stráka að vera stráka. Þannig er það einnig í lagi að vera þeldökkur eða rauðhærður og freknóttur. Þannig er það í besta lagi að vera í Þjóðkirkjunni og kunna ekkert annað en íslensku og líka að vera búddisti og tala best thailensku þó maður þekki ekkert land betur en Ísland.Leikskóli og skólastarf tekur orðið yfir svo mikinn tíma af degi og tilveru hvers barns að það hlýtur að teljast afar mikilvægt hvað þar fer fram og hvernig háttum er hagað þar. Því er hollt að leikskólastafið sé auðgað með heimsóknum á báða vegu, þó innan takmarka reglu og hæfilegs stöðguleika í dagsrásinni.Kirkja og foreldrar ganga við skín barna inn í samkomulag um samstöðu í trúaruppeldi. Hvor aðilinn um sig hefur tilteknar skyldur í því efni. Kirkjan að sínu leyti að veita fræðslu í kristindómi og tækifæri til samfélags í trú. Foreldrarnir að kenna börnum bænir og veita þeim holla fyrirmynd í orði og æði.Niðurstaðan af þessu er að það er eðlilegt að kirkjan bjóði leikskólabörnum sem og öðrum skírðum börnum í heimsókn í kirkjuna og sæki þau heim með fræðslu og helgihald. Þau börn sem foreldrarnir telja að slíkt eigi ekki erindi við þeirra börn láta þá af því vita og þeim er séð fyrir annari dagskrá á meðan. Sömuleiðis væri eðlilegt að fræðari í búddadómi fengi að heimsækja á leikskólanum sín safnaðarbörn og að þau börn sem ekki teldust eiga erindi við hann hefðu þá dagskrá á meðan með sama hætti.Þannig læra börn frá fyrsta fari að virða trú hvers annars og lifa saman í einu þjóðfélagi sátt við þá staðreynd að ekki eru allir eins, hvorki í trúarefnum sem öðrum.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 10.12.2007 kl. 14:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.