Vond tíðindi

Þetta var vond frétt. Vond fyrir Íslendinga og vond fyrir þær þjóðir sem við höfum verið að aðstoða. Það kreppir að, en ekki síður fyrir fátækar og úrræðlitlar þjóðir og Íslendingar eru ekki í þeim hópi. Hér í Keníu mæti ég daglega fólki sem ekki á fyrir sáningu í maísakurinn sinn, eða kartöflugarðinn. Það þýðir aðeins  eitt: HUNGUR.

Það mun reynast okkur hollt að standa við allt sem við höfum ætlað okkur gagnvart þróunarlöndunum og auka veg okkar. Hollt af því að við staðfestum fyrir sjálfum okkur að við erum engir aumingjar heldur lítum raunsætt á málin og sjáum að aðrir eiga bágar en við. Og það yki veg okkar af sömu ástæðu.

 Ég skora því á stjórnvöld að hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar óbreytt að verðgildi fyrir þá sem eiga að njóta og sýna íslenskan myndarskap í þessu og öðru.


mbl.is Þróunarsamvinnustofnun eingöngu í Afríku síðar á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband