Þetta gengur ekki

Það er einfaldlega ekki hægt að falla frá þeim fyrirvörum sem settir voru á Alþingi í september. Við Íslendingar vorum eftir atvikum sátt við þá niðurstöðu að kalla, þótt um óyndisúrræði væri að ræða. Nú stefnir í algjöra uppgjöf gagnvart þeim kröfum sem á okkur eru gerðar vegna Icesave. Við getum bara beðið eftir valtaranum. Kostirnir svo slæmir að vart getur verið verra að gera enga samninga.

Ef Bretar og Hollendingar geta ekki sæst á niðurstöðuna frá í september er líklega er best núna að gera tvennt:

a Draga aðildarumsókn að EB til baka að það rugli ekki fyrir okkur málin. Ummæli af Evrópuþinginu sýna að við getum ekki rekið hvorutveggja málin í senn.

 b Tilkynna að málið verði tekið upp frá byrjun með það fyrir augum að því verði stefnt fyrir dómstóla.

c Ganga á EB fyrir gallaða lagaumgjörð um innistæðuábyrgðir. Á ekki við .það hrun sem hefur orðið.

Við getum ekki sjálfviljug komið okkur í þá aðstöðu sem samþykkt fyrirliggjandi frumvarps leiðir til, sbr grein lögspekinganna þriggja frá í dag og það sem sannarlega er letrað á vegginn fyrir alla að sjá.


mbl.is Segja Icesave-lög geta verið brot á stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband