Bloggfærslur mánaðarins, desember 2011
Skóli og trúarbrögð
1.12.2011 | 12:56
Ef við ætlum að ganga heilshugar til móts við fjölgreint samfélag eigum við að hylla fjölbreytnina hvar og hvenær sem við getum. Þá á meðal í skólanum.
Þannig kennum við ungviðinu að það sé ekkert athugavert við það að vera sérstakur eða jafnvel nokkuð almennur.
Þannig verður ekkert athugavert við það að imam komi í skólann til þess að hitta þau börn sem það vilja eða bjóða til sín í moskuna ef tilefni væri til. Heldur ekki búddamunkur, siðmenntarfræðari eða prestur.
Það ætti jafnvel að láta svolítið með þetta af því að tilefnið væri líklegast mikilvægt í augum þess sem það tengdist. Þannig mætti kenna um ólíka siði manna og sömuleiðis að það væri bara fínt að vera svona eða hinsegin svo lengi sem maður er ekki vondur við neinn.
Afstaða af þessu tagi eflir sjálfstraust barna og opnar hugsun allra fyrir margbreytileika mannlífsins; verður jafnframt gott verkfæri í baráttunni gegn einelti.
Það að banna allt mögulegt leiðir til þröngrar einsleitni, umburðarleysis, og harðlyndi eins og saga okkar hér á Skerinu lýsir. Innleiðum ekki nýtt form af skoðunarhömlum. Hyllum frelsið og fjölbreytnina, alla liti regnbogans!
Þannig kennum við ungviðinu að það sé ekkert athugavert við það að vera sérstakur eða jafnvel nokkuð almennur.
Þannig verður ekkert athugavert við það að imam komi í skólann til þess að hitta þau börn sem það vilja eða bjóða til sín í moskuna ef tilefni væri til. Heldur ekki búddamunkur, siðmenntarfræðari eða prestur.
Það ætti jafnvel að láta svolítið með þetta af því að tilefnið væri líklegast mikilvægt í augum þess sem það tengdist. Þannig mætti kenna um ólíka siði manna og sömuleiðis að það væri bara fínt að vera svona eða hinsegin svo lengi sem maður er ekki vondur við neinn.
Afstaða af þessu tagi eflir sjálfstraust barna og opnar hugsun allra fyrir margbreytileika mannlífsins; verður jafnframt gott verkfæri í baráttunni gegn einelti.
Það að banna allt mögulegt leiðir til þröngrar einsleitni, umburðarleysis, og harðlyndi eins og saga okkar hér á Skerinu lýsir. Innleiðum ekki nýtt form af skoðunarhömlum. Hyllum frelsið og fjölbreytnina, alla liti regnbogans!
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)