Kirkjan og kynferðisbrotin

 Umræðan þessa dagana finnst mér bera keim af Þórðargleði, ef ekki hreinni meinfýsni. Í leiðara Fréttablaðsins í dag ber og á einhverju yfirlæti sem ég kann ekki við. Þjóðkirkjan hefur lært sína lexíu hygg ég, og gekk í gegnum þrengingar vegna umtalaðra mála. Í tilviki fyrrum yfirmanns hennar vorum við í þeim sérstæða vanda að hann var einmitt það, yfirmaður okkar, og hafði aðstöðu til þess að gera ýmsa í kringum sig meðvirka. Ekki síst vegna þess að það var svo vont að fá sig til þess að trúa því upp á hann sem hann var sakaður um. Það mál virðist ekki hafa náð til enda enn og vont um að ræða þar sem maðurinn er látinn. Þó hefur konan sem brotið var á fengið afsökunarbeiðni æðstu stjórnar kirkjunnar og virðist eftir atvikum sátt við þær málalyktir.Í kjölfarið hefur Þjóðkirkjan gert margvíslegar ráðstafanir og umbætur og sýnt greinilegri vilja en flestir aðrir í þjóðfélaginu til að læra af reynslunni og þróa leiðir til að sporna við ónáttúrunni og vonskunni sem og viðbrögðum við misgjörðum ef þær henda.Málefni sóknarprests eins sem mikið var rætt þvældist fyrir Þjóðkirkjunni vegna ákvæða laga sem miða við nokkuð aðra stöðu en er innan kirkjunnar. Kirkjan er mótandi og leiðbeinandi siðgæðis og getur ekki þolað neinn vafa um starf sitt í þeim efnum. Þannig verður embættismaður hennar einfaldlega að stíga til hliðar ef kynferðisbrotamál sem á hans hendur er beitt kemur upp, jafnvel þó það kunni að virðast ósanngjarnt og gefa andstæðingum hans mögulegum vopn í hendur. Það var vanda bundið í því tilfelli, en af báðum dæmunum má læra einmitt nauðsyn þessa fyrir prest, kirkju og brotaþola eða ákæranda. Öllum farnaðist betur ef með mál þeirra nyti faglegrar meðhöndlunar í skjóli fyrir almennri umfjöllun, án þess þó að efni og niðurstöðu máls þyrfti að þagga.Sem sagt: Þjóðkirkjan hefur sýnt vilja og viðbrögð til þess að hafa meðhöndlun kynferðisbrotamála í lagi hjá sér og óþarft að tala niður til hennar þessa vegna. Það er víðar bottur brotinn og gái hver að sér.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband