Barn í bílnum
29.7.2007 | 13:56
Ég ók á dögunum á eftir bíl með miða í afturrúðunni sem á stóð Barn í bílnum. Hef séð þetta oftar þó ekki sé það svo algengt að maður sé hættur að taka eftir því eins og ýmsu öðru í umhverfinu. Fór að hugsa hvað þetta snerti öðruvísi við mér en margar yrðingar sem bera fyrir augu á förnum vegi. Ef barn er nefnt þá kemst maður á sérstakt viðbúnaðarstig. Það væri agalegt að aka aftan á bíl með litlu saklausu barni og slasa það. Það er líka hræðilegt að hugsa sér að nokkur vilji gera börnum mein. Þó er það gert, á hverjum degi, í þessari borg, jafnvel í götunni minni. Börn eru afrækt í þjóðfélaginu. Ekki öll börn. Ekki alltaf. En sum börn stundum, fáein búa við viðvarandi vanrækslu. Seinna kunnum við að hafa vandræði af þeim. Unglingur sem búið hefur við harðýðgi er oftast reiður unglingur. Það var svo ekkert barn í bílnum, heldur tveir ungir menn. En það eru börn í landinu. Erfingjar morgundagsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.