Samhjálp í verki

Í starfi mínu sem prestur í miðborginni hef ég margsinnis séð í hendi mér mikilvægi kaffistofu samhjálpar og séð ástæðu til að þakka það sem og rekstur þeirra á Gistiskýlinu. Það verður að tryggja áframhaldandi rekstur kaffistofunnar og sömuleiðis að Samhjálparfólk haldi áfram þeim rekstri.

Það getur verið afar dapurlegt að senda frá sér þurfamann án þess að hafa fundið ráð til hjálpar í brjáðum vanda en huggun að vita að hann á vísa saðnigu hjá Samhjálp og möguleika á gistingu á Gistiskýlinu. Það er þó alltof takmörkuð lausn og þarf að þróa frekar.


mbl.is Kaffistofu Samhjálpar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda

Sammála.  Er að vona að sem flestir bloggi þessa frétt, það er viss stuðningur í því og ekki síst skilaboð til valdsins.  Þetta er sorglegt bara.

Linda, 7.9.2007 kl. 14:56

2 Smámynd: Guðni Már Henningsson

Takk fyrir þessi skrif...enn og aftur hvet ég alla til að skrifa um þessa frétt sem er með þeim ömurlegri sem ég hef lesið. Bloggarar landsins eru lesnir víða svo komum því á framfæri að úrbóta er þörf, og það strax.

Guðni Már Henningsson, 7.9.2007 kl. 16:40

3 Smámynd: Jakob Ágúst Hjálmarsson

Nú hafa hraustmennin í Samhjálp leyst hinn bráða vanda sjálf og opnað í Gistiskýlinu. Munu yfirvöld verða fyrri til mönnum hins góða vilja (sem talað er um í jólaguðspjallinu og Guð hefur velþóknun á) að finna og leggja fram varanlega aðstöðu fyrir þetta þjóðþrifastarf?

Jakob Ágúst Hjálmarsson, 9.9.2007 kl. 17:40

4 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ég skrifaði Björgúlfu Guðmundssyni tölvupóst á sínum tíma - fyrir einhverjum miánuðum - og vakti athygli hans á því að brátt yrði þessi kaffistofa heimilislaus. Ég fæ alveg verk í hjartað þegar ég hugsa um allt það fólk sem hvergi á höfði sínu að halla en gat þó farið á Hverfisgötuna, fengið nauðsynlega næringu, lesið blöðin og verið í samfélagi við annað fólk. Vonandi finnst lausn á þessu bráðum.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 9.9.2007 kl. 18:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband