Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2013

Bullið um Þjóðkirkjuna

Núna er í loftinu þátturinn Í vikulokin á ruv1. Þar heldur áfram umræðan um klámhögg Sigríðar Ingu og áhugamenn eru að reyna að snúa því á Þjóðkirkjuna og taka undir með henni. Er útilokað að koma því inn í hausinn á fólki að Þjóðkirkjan er ekki ríkisstofnun og ríkið ráðstafar ekki fjármunum hennar. Það gerir hún sjálf! Þjóðkirkjan er almannahreyfing og hefur tekjustofna sem byggjast í aðalatriðum á afgjaldi af eignum sem ríkið hefur tekið til ráðstöfunar, líkt og um þjóðnýtingu væri að ræða og fyrir slíkt kemur ævinlega endurgjald. Það eru laun starfmanna Þjóðkirkjunnar. Sóknargjöldin eru félagsgjöld sem ríkið innheimtir og hefur haft smekk til að taka 40% "innheimtugjald" af í eigin vasa. Annað eru framlög úr ríkissjóði líkt og margar aðrar fjöldahreyfingar sem sinna almannaþjónustu fá. Þær ráðstafanir sem þetta fyrirkomulag byggist á eru allar gerðar af stjórnvöldunum og flestar af frumkvæði þeirra og allar með ágreiningslitlu samþykki Alþingis. Stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn sem ekki geta talað út frá þessum staðreyndum ættu að láta málið órætt.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband