Bullið um Þjóðkirkjuna

Núna er í loftinu þátturinn Í vikulokin á ruv1. Þar heldur áfram umræðan um klámhögg Sigríðar Ingu og áhugamenn eru að reyna að snúa því á Þjóðkirkjuna og taka undir með henni. Er útilokað að koma því inn í hausinn á fólki að Þjóðkirkjan er ekki ríkisstofnun og ríkið ráðstafar ekki fjármunum hennar. Það gerir hún sjálf! Þjóðkirkjan er almannahreyfing og hefur tekjustofna sem byggjast í aðalatriðum á afgjaldi af eignum sem ríkið hefur tekið til ráðstöfunar, líkt og um þjóðnýtingu væri að ræða og fyrir slíkt kemur ævinlega endurgjald. Það eru laun starfmanna Þjóðkirkjunnar. Sóknargjöldin eru félagsgjöld sem ríkið innheimtir og hefur haft smekk til að taka 40% "innheimtugjald" af í eigin vasa. Annað eru framlög úr ríkissjóði líkt og margar aðrar fjöldahreyfingar sem sinna almannaþjónustu fá. Þær ráðstafanir sem þetta fyrirkomulag byggist á eru allar gerðar af stjórnvöldunum og flestar af frumkvæði þeirra og allar með ágreiningslitlu samþykki Alþingis. Stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn sem ekki geta talað út frá þessum staðreyndum ættu að láta málið órætt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jakob Ágúst !

Því miður; verðskulda Vestrænar gerfi- Kirkjur ekkert annað, en að verða niður lagðar - ekki sízt, sú sem kennd er við Martein nokkurn Lúther.

Hugleiddu; þær miklu fjárhæðir, sem prelátar ykkar - svo og innlendir liðléttingar Norska- og Danska Konungsvaldsins, höfðu af forfeðrum okkar, sem formæðrum Jakob Ágúst, á fyrri öldum, allt; inneftir þeirri 20., og engin leiðrétting hefir fyrir fengist, til þessa dags.

Stofnun ykkar; er því miður, sams konar meinsemd í íslenzku þjóðlífi, og alþingi það, sem aldrei skyldi endurreist verið hafa, árið 1845, eins og við munum, glögglega.

Vona; að þú skiljir mína málafylgju að nokkru, sértu eitthvað líkur honum föður þínum, Hjálmari heitnum Fiskmatsmanni, sem ég kynntist á freðfiskjar birgðavörzlu árum mínum (1983 - 1991), hjá Hraðfrystihúsi Stokkseyrar hf, einhverjum þeim mætasta manni, sem ég hefi fyrir hitt, á minni liðlega hálfrar aldar vegferð, ágæti Jakob Ágúst.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 12:50

2 Smámynd: Kristin stjórnmálasamtök

Það er gott að sjá þig taka hér fram skriffærin í þessu máli, séra Jakob.

Kristin stjórnmálasamtök taka einarða afstöðu gegn þessari 40% sjálftöku ríkisvaldsins af sóknargjöldum -- vel að merkja: af sóknargjöldum ALLRA trúfélaga, ekki aðeins Þjóðkirkjunnar. (Þar að auki tekur ríkið nú ÖLL utantrúfélagsgjöldin beint í ríkissjóð, en áður gengu þau til Háskóla Íslands.)

Eðlilegt væri, að ríkið fengi um 2% í innheimtuþókknun af þessum félagsgjöldum í trúfélögum landsins -- ekki meira. Ríkið skuldar þeim nú þegar háar fjárhæðir vegna þessa, og því miður gerðust Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur einnig sek um þessa ósvinnu, meðan þeir sátu hér að völdum, þótt sósíalistastjórnin hafi síðan vitaskuld bætt gráu ofan á svart með stórhækkun sjálftökunnar.

Ennfremur skal þess getið, að hávær gagnrýni alþingismannanna Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur og Björns Vals Gíslasonar á göfugmannlegt tilboð Þjóðkirkjunnar um landssöfnun vegna bágs ástands í tækjamálum ríkisspítalanna vekur víða hneykslun, sem sjá má af mörgum blaðagreinum, og tökum við eindregna afstöðu með Agnesi biskupi og Solveigu Láru á Hólum í því máli.

Kirkjufjandsemi sumra í sósíalísku flokkunum er hins vegar orðið verulegt áhyggjuefni, en mun sízt auka trúverðugleik þeirra né verða þeim sjáfum til blessunar.

F. h. samtakanna, Jón Valur Jensson.

Kristin stjórnmálasamtök, 5.1.2013 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband