Færsluflokkur: Bloggar

ÓHEILNÆMI FÉLGASLEGRA SKÚMASKOTA

"Ísland fyrir Íslendinga." Þetta herhróp var aldrei gott og heyrist nú sjaldan sem betur fer.  Þó er ástæða til þess að hugleiða hvort okkur er alveg sama hvernig þjóðfélag okkar verður. Umræða um þátt trúar í mótun þjóðfélags hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu ma vegna heimsókna tveggja kvenna á rithöfundaþing. Þær telja áhrif trúar á þjóðfélögin yfirleitt vond. Ég veit ekki hvaða gagn er af yfirlýsingum af þessu tagi. Öll þjóðfélög hafa mótast af trúarviðhorfum. Miklu gagnlegra væri að greina hvernig trú hefur mótað þjóðfélög. Nú er það undarleg þverstæða að Vesturlönd sem  hafa einhverjar bestu almannatryggingar, heilbirgðis- og félagsþjónustu eru um leið þau þjóðfélög sem hafa hvað verstan feril hvað blóðsúthellingar varðar. Vissulega má segja að um hið fyrra fari alveg að gildum kristins boðskapar en alls ekki hið síðara.

Lútherdómur leggur þá meginreglu að skynsemin þurfi að leiða trúna og trúin skynsemina. Með þjóðum mótmælenda þróaðist líka á seinni öldum gagnrýnin Biblíurannsókn. Ég tel að það megi færa mörg rök fyrir ágæti þessarar samfylgdar. Um leið er ég líka að leggja ákveðinn mælikvarða á trúarbrögð og jafnvel setja norm fyrir trúarbrögð. Ég meina að okkur sé ekki aðeins heimilt heldur skylt að krefja trúabragðaboðendur um glóruna í því sem þeir fara með. Opinberanirnar sem þeir byggja á gefa ekki tilefni til þess að fara með boðskapinn hvert sem mönnum líkar.

Múhammeð og Búdda komu báðir fram með skoðanir sem hafa mikilsvert gildi fyrir túlkun okkar mannanna á heiminum og ástæðum okkar mannanna almennt. Það er hægt að virða þær þó þær séu gagnrýndar í ljósi vísinda og skoðunar á gagnsemi mannsins. Helgi einstaklings og heill samfélagsins má meta á vísindalegum forsendum og spyrja að því hvort tiltekin túlkun trúarinnar standist í því ljósi.

Þessu hefur kristnin orðið að sæta á sínum vettvangi um aldir og í raun almennt talað farið vel út úr þeirri samræðu og mikið af henni lært. En hún er jafn rótföst í opinberuninni um að maður og Guð eigi sátt sín á milli fyrir Jesú Krist, og að menn skuli hafa að leiðarljósi hvernig hann leit á náunga sinn og kom fram við fólk. Heimsýn kristinna er opin, opin fyrir náunganum og opin fyrir sköpuninni. Hvort tveggja á sinn sjálfstæða rétt.

Ég meina látum hvorki fasista né bullur; múslima, kristna né aðra í friði með að móta í gettóum sínum andfélagsleg viðhorf, hafa hindurvitni í stað viðurkenndrar og prófaðrar þekkingar né stunda kúgun á sínum né brugga saklausu fólki launráð. Drögum máltilbúnað þeirra fram í dagsljósið og sýnum fram á villu þeirra. Ef það dugar ekki til sendum þá Stefán og félaga á þá og drögum þá til ábyrgðar en stundum endilega að öllu öðru leyti frið við alla menn.


Samhjálp í verki

Í starfi mínu sem prestur í miðborginni hef ég margsinnis séð í hendi mér mikilvægi kaffistofu samhjálpar og séð ástæðu til að þakka það sem og rekstur þeirra á Gistiskýlinu. Það verður að tryggja áframhaldandi rekstur kaffistofunnar og sömuleiðis að Samhjálparfólk haldi áfram þeim rekstri.

Það getur verið afar dapurlegt að senda frá sér þurfamann án þess að hafa fundið ráð til hjálpar í brjáðum vanda en huggun að vita að hann á vísa saðnigu hjá Samhjálp og möguleika á gistingu á Gistiskýlinu. Það er þó alltof takmörkuð lausn og þarf að þróa frekar.


mbl.is Kaffistofu Samhjálpar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auglýsingin

Jón Gnarr á líklega svolítið erfiða daga. Það var viðbúið en ég finn svolítið til með honum samt. Auglýsingin var smekkleg og vel gerð og augljóslega góður hugur á bak við hjá honum. Hann er að vekja athygli á M3 símanum og fyrir það fær hann borgað, en hann vekur líka athygli á sögunni um Krist og það hefur margsinnis komið fram að hún er Jóni heilagt alvörumál. Píslarsöguna höfum við ekki í flimtingum af því við berum lotningu fyrir Guði, leggjum ekki nafn hans við hégóma og við eigum að bera virðingu fyrir tilfinningum annara. Það er kurteisi og án hennar verður svo hráslagalegt í mannheimum. En kvöldmáltíðin er þó sá þáttur píslarsögunnar sem hefur glaðlegt andlit og þolir meira, held ég, en annað þar.Samt fór hann Jón yfir strikið vegna samhengisins. Þatta er auglýsing, torghróp: “Kaupið Símann. Jesús notar hann. Þú skalt nota hann líka.” Þetta er að nota Jesú til þess að selja eitthvað og ÞAÐ finnst mér ósmekklegt. Samt ekki eins ósmekklegt og það hjá Þangbrandi að nota sverðið við að boða Íslendingum trúan en í sama stíl samt. Einhvern vegin tókst Guði samt að nota séra Þangbrand til góðs og ég er viss um að hann getur og er að nota Jón Gnarr til góðs. Við verðum kristin aftur hér á Íslandi ma. fyrir svona kalla eins og þá tvo!

Fimmta herdeildin

 Þegar við lítum yfir svið íslenskra þjóðmála fer ekki hjá því að mikill hraði og fjölbreytni einkennir það. Samkeppni er gífurleg og tilboðin óteljandi. Og öll viljum við hafa nokkuð úr pottinum sem kraumar svo út úr sýður. Já, eftir hverju skal keppa, spyrjum við, því í okkur ólgar keppnisviljinn sem er eitt form lífsviljans. Jú, við keppumst við að tryggja frumþarfirnar, fyrir því að geta æxlast, geta nært og hýst okkur og þau sem okkur tilheyra. Við viljum síðan tryggja stöðu okkar til framtíðar, eignast forða til mögru áranna, úrræði til að bregðast við áföllum. Svo viljum við geta notið erfiðis handa okkar, verðlaunað okkur sjálf með svolítlum lúxus. Því spyrjum við um laun fyrir verk okkar. Að lokum viljum við að aðrir viðurkenni frammistöðu okkar og þá förum við að berast á vegna samanburðarins og þá verður hætta á því að við týnum frumlægu markmiði streðs okkar. En eihvern tíma var sett fram sú skoðun að eitt væri þó nauðsynlegt fyrir manninn og það var víst ekkert af því sem hér hefur verið ýjað að. Það var víst að gefa gaum að frumlögmáli lífsins, hinum endanlega tilgangi allra hluta og táknaður hefur verið með þriggja stafa orði: Guð.Hvað gerist ef því er gleymt? Sjáum við einhverja breytingu á þjóðfélagi okkar sem gæti skýrt þetta mál?Í fyrsta lagi: Hefur þjóðin horft til himins í meira mæli en fyrr? Nei! Hafa siðir hennar batnað við það? Nei! Hver eru mestu verðmæti hverrar þjóðar? Menntun og menning uppvaxandi kynslóðar. Hefur það aukist? Já, menntunin hefur aukist stórlega en menningunni hefur hrakað. Siðgæðisvitundin hefur slævst, viðmiðin eru í molum. Listinni að lifa hefur hrakað. Það sýnir vaxandi vonleysi unglinga með stórlega aukinni vímuefnanotkun og sjálfsvígum.Ég minni á að svona alhæfingar sem koma fram í þessu máli eru auðvitað hættulegar og þakka ber að fjöldi unglinganna lifir fallega en það breytir engu um það að meinið sem hér er bent á er fyrir hendi og birtist í lífi þeirra alltof marga og enginn er ósnortinn af því.Ég hef stundum sagt að stundaður sé hernaður gegn þjóðinni og hér hafi verið komið upp fimmtu herdeildinni. Ósnertanlegum skæruliðum sem fela sig í fjöldanum og stunda stríð sitt með fullkominni ófyrirleitni. Að sumu minnir þetta á efni vísindaskáldsagna sem gera ráð fyrir dáleiddum viljalausum verkfærum hulduafla. Allt er skipulagt utan sjónmáls venjulegra augna og markmiðið er að eitra fyrir þjóðinni, brjóta varnir hennar innafrá, lama fjölskyldurnar með því að fá þeim óleysanleg vandamál. Og þetta má óvininum takast af því að varnirnar eru veikar fyrir. Heimilisvörðurinn hefur sofið.Hinum ánetjaða er ekki sjálfrátt, fíknin og félagarnir halda honum heljartökum og engar bænir, ógnarnir eða úrræði virðast koma að gagni. Allt líf fjölskyldunnar markast af þessu og snýst í kringum þennan einstakling og neyslu hans. Mannsefni, efnilegri stúlku er spillt og mun allar stundir bera þessa menjar og eyðileggjast algjörlega ef ekki verður við spornað. Baráttan er augljóslega upp á líf og dauða.Þegar við lítum yfir svið íslenskra þjóðmála fer ekki hjá því að mikill hraði og fjölbreytni einkennir það. Samkeppni er gífurleg og tilboðin óteljandi. Og öll viljum við hafa nokkuð úr pottinum sem kraumar svo út úr sýður. Já, eftir hverju skal keppa, spyrjum við, því í okkur ólgar keppnisviljinn sem er eitt form lífsviljans. Jú, við keppumst við að tryggja frumþarfirnar, fyrir því að geta æxlast, geta nært og hýst okkur og þau sem okkur tilheyra. Við viljum síðan tryggja stöðu okkar til framtíðar, eignast forða til mögru áranna, úrræði til að bregðast við áföllum. Svo viljum við geta notið erfiðis handa okkar, verðlaunað okkur sjálf með svolítlum lúxus. Því spyrjum við um laun fyrir verk okkar. Að lokum viljum við að aðrir viðurkenni frammistöðu okkar og þá förum við að berast á vegna samanburðarins og þá verður hætta á því að við týnum frumlægu markmiði streðs okkar. En einhvern tíma var sett fram sú skoðun að eitt væri þó nauðsynlegt fyrir manninn og það var víst ekkert af því sem hér hefur verið ýjað að. Það var víst að gefa gaum að frumlögmáli lífsins, hinum endanlega tilgangi allra hluta og táknaður hefur verið með þriggja stafa orði: Guð.Hvað gerist ef því er gleymt? Sjáum við einhverja breytingu á þjóðfélagi okkar sem gæti skýrt þetta mál?Í fyrsta lagi: Hefur þjóðin horft til himins í meira mæli en fyrr? Nei! Hafa siðir hennar batnað við það? Nei! Hver eru mestu verðmæti hverrar þjóðar? Menntun og menning uppvaxandi kynslóðar. Hefur það aukist? Já, menntunin hefur aukist stórlega en menningunni hefur hrakað. Siðgæðisvitundin hefur slævst, viðmiðin eru í molum. Listinni að lifa hefur hrakað. Það sýnir vaxandi vonleysi unglinga með stórlega aukinni vímuefnanotkun og sjálfsvígum.Ég minni á að svona alhæfingar sem koma fram í þessu máli eru auðvitað hættulegar og þakka ber að fjöldi unglinganna lifir fallega en það breytir engu um það að meinið sem hér er bent á er fyrir hendi og birtist í lífi þeirra alltof marga og enginn er ósnortinn af því.Ég hef stundum sagt að stundaður sé hernaður gegn þjóðinni og hér hafi verið komið upp fimmtu herdeildinni. Ósnertanlegum skæruliðum sem fela sig í fjöldanum og stunda stríð sitt með fullkominni ófyrirleitni. Að sumu minnir þetta á efni vísindaskáldsagna sem gera ráð fyrir dáleiddum viljalausum verkfærum hulduafla. Allt er skipulagt utan sjónmáls venjulegra augna og markmiðið er að eitra fyrir þjóðinni, brjóta varnir hennar innafrá, lama fjölskyldurnar með því að fá þeim óleysanleg vandamál. Og þetta má óvininum takast af því að varnirnar eru veikar fyrir. Heimilisvörðurinn hefur sofið.Hinum ánetjaða er ekki sjálfrátt, fíknin og félagarnir halda honum heljartökum og engar bænir, ógnarnir eða úrræði virðast koma að gagni. Allt líf fjölskyldunnar markast af þessu og snýst í kringum þennan einstakling og neyslu hans. Mannsefni, efnilegri stúlku er spillt og mun allar stundir bera þessa menjar og eyðileggjast algjörlega ef ekki verður við spornað. Baráttan er augljóslega upp á líf og dauða.Um hríð kann vandinn að hafa verið að búa um sig fyrir blindum augum foreldranna og kemur ekki upp á yfirborðið fyrr en fullmyndaður. Árvekni kemur ekki að fullu gagni því þetta er svo lúmskt. Það dugir ekki að sitja um unglinginn og vaka yfir honum sem villidýr yfir bráð. Það dugar stundum ekki neitt ekki einu sinni það sem best ætti að duga, að eiga traust hans.Það er þó það mikilvægasta og snertir svo mjög kappið sem á var minnst í upphafi. Það þarf að gefa sér tíma fyrir börnin að ná megi að varðveita það traust sem grundvallast í frumbernskunni þegar þau eiga allt undir foreldrum sínum. Það traust þarf sinn tíma til að þroskast og þróast í umhverfi sem markast af umhyggju og gleði. Því er ástæða til að styðja sem best allt jákvætt tómstundastarf og hvetja foreldrana til að fylgja börnunum sínum eftir í því, jafnvel sem þátttakendur allavega sem ötulir stuðningsmenn.Heimilislífið þarf að rækta og tilfinnanlega skortir í þjóðfélaginu örvun til þess og fyrirmyndir. Félög fullorðna fólksins þurfa að gefa þessu meiri gaum. Það þarf að halda á lofti hugmyndafræði góðs heimilislífs með dæmum sem allir geta séð og ályktað af fyrir sig. Kirkjan er heppilegur vettvangur til þess að stunda  þetta starf af því að þar eru viðmiðin skilgreind og þar streymir fram uppspretta sú er nært hefur siðgæðisvitund okkar í þúsund ár.

Þetta er þó ekkert sérlegt verkefni prestanna, heldur leikmannanna með tilstyrk fagfólks. Þetta byggist á samtaki fólksins í sókninni. Ég veit að foreldrafélög skólanna eru að vinna á þessu sviði en það er ekki nærri nóg. Fleiri verða að koma til og áherslan og áhuginn þarf að beinast að þessu.

Fagna ber þeirri umræðu sem uppi er um þennan voða vanda og því að gerðar hafa verið ráðstafanir til að samhæfa tök hins opinbera gagnvart honum. Sorglegt hins vegar ef meðferð ungra vímuefnaneytenda er ekki ávallt til reiðu og að löggæslan skuli ekki betur búin í stíði sínu við fimmtuherdeildina, eiturlyfjasalana. Við þurfum að efla okkur í þessu stríði á öllum sviðum. Einkum þurfum viö að efla varnir heimilanna og löggæslu. Það er það sem mestu skilar til langframa og ekki getum við heldur látið fórnarlömb eiturstríðsins liggja á vígvellinum. Þeim verður að bjarga með öllum tiltækum ráðum.
 

Decorum

Decorum er latneskt orð og merkir prýði og ekki síst það sem má einn mann prýða. Sómi er orð af líku tagi. Vertu sæmilegur var það mesta sem faðir frænda míns gat krafist af honum og var satt í tvennskonar skilningi. Vinurinn gat aldrei verið mjög þægur en ef hann var sæmilegur þá var hann til sóma.Ég hef verið að lesa svolítið í Speki Konfúsíusar sem Ragnar Baldursson þýddi. Konfúsíus taldi að góð breytni hefði góðar afleiðingar, sérstaklega hjá mönnum í valdastöðum þar eð þeir væru fyrirmyndir. Þeir í Brussel virðast telja að það helst megi koma á farsæld með reglugerðum. Það er nálgun ú allt annari átt. Ég held að Jesús hafi átt meira sameiginlegt með Konfúsíusi en Brussel því það er sem hann skori á okkur að reyna leið fórnarinnar. Ger þú öðrum það sem þú villt mæta af þeim. Taktu sénsinn á því að greiða öðrum veg um lífið og vittu hvað gerist. Vertu hjálpsamur og taktu áhættu af því að nálgast fólk í neyð.Mér finnst við stunda einangrunarstefnu í samtímanum. Við lokum augunum fyrir öðrum nema við getum haft af þeim gagn. Við viljum ekki vita af neinu óþægilegu og stuggum við öllu því sem truflar okkur. Við setjum reglur til þess að halda öðrum í fjarlægð.Hvernig væri nú að ganga fram fyrir skjöldu og bjóða náunganum góðan daginn og spyrja hvernig honum lítist nú á daginn, hvort það sé eitthvað sem maður geti gert til þess að gera hann betri?Ástundum að gera hvaðeina sem má prýða okkur sem manneskjur.

Klausturmessa í Viðey

Jakob í Vey

Messaði í Viðey 22. júlí ásamt sr. Þóri Stephensen og Voces Thules.

Voces Thules

 

IMG_1198


Löggæsla - sjálfsvirðing

Var að enda við að lesa Stellu Blómkvist, Morðið í Drekkingarhyl, þar sem að því var látið liggja að kúrdískur faðir hefði fargað dóttur sinni til varnar heiðri fjölskyldunnar. Bókmenntir okkar eru uppfullar af frásögnum af stirðbusalegum aðferðum til varnar heiðrinum og á þeim árum þegar ég var að alast upp var áreynslan við að vera í áliti hjá öðrum að sliga fólkið. Líkast til er það svo enn en þá út af nokkuð öðrum hlutum. Að vera til fyrirmyndar fól þá í sér annað en að vera flottastur í öllu.Nú virðist all gilda einu og allt mega. Subbuskapurinn í orðræðunni, slaðrið, innistæðulaust tal manna og sjálfsþóttafull framganga í samskipunum við náungann, samfélagið og umhverfið er verri mengun en nokkuð annað sem orð hefur verið haft á.Það er mikið talað um löggæslu þessa dagana og sífellt kemur upp umræðan um eftirlit og lagaboð. Sú umræða stefnir á afar smásmugulegt kerfi eftirlits og reglna um hegðun sem gera okkur ófrjáls og hrædd. Viljum við slíkt þjóðfélag?Hvernig er það með sjálfsvirðingu manna? Sjá menn ekki breiðan milliveginn á milli ofdrambs og siðleysis? Alfaraleið viðurkvæmileika og sóma?Heiður manns er það sem skapar mynd hans með öðrum. Hann er mikils virði hverjum manni og fjölskyldu þó svo verðlagnig hans yfirstígi aldrei manndráp og ofbeldi. Sæmd þjóðar felst ekki síst í því réttlæti og öryggi sem þegnum þess og geftum er búið.Það er mín bjargfasta trú að ef þjóðfélag hefur kjölfestu góðra siða sem álitlegur hluti borgaranna heldur og ver með myndugri framkomu og orðræðu þá hafi það ómæld áhrif. Meinið er held ég að við látum í orði og æði sem allt sé heimilt. Því er leynt og ljóst haldið að okkur sem Rétthugsun.Ég klykki út með þeirri öldnu meiningu að virðing fyrir kristnu siðgæði sé helsta samfélagsbót sem við getum átt í vændum og stuðlað að; að við látum á okkur sjást og heyra að okkur er hvorki sama um farnað náungans, né athæfi okkar sjálfra eða þeirra sem í kringum okkur eru. Sómi er flott orð. Meira af honum. Sérstaklega um verslunarmannahelgina!

Barn í bílnum

Ég ók á dögunum á eftir bíl með miða í afturrúðunni sem á stóð Barn í bílnum. Hef séð þetta oftar þó ekki sé það svo algengt að maður sé hættur að taka eftir því eins og ýmsu öðru í umhverfinu. Fór að hugsa hvað þetta snerti öðruvísi við mér en margar yrðingar sem bera fyrir augu á förnum vegi. Ef barn er nefnt þá kemst maður á sérstakt viðbúnaðarstig. Það væri agalegt að aka aftan á bíl með litlu saklausu barni og slasa það. Það er líka hræðilegt að hugsa sér að nokkur vilji gera börnum mein. Þó er það gert, á hverjum degi, í þessari borg, jafnvel í götunni minni. Börn eru afrækt í þjóðfélaginu. Ekki öll börn. Ekki alltaf. En sum börn stundum, fáein búa við viðvarandi vanrækslu. Seinna kunnum við að hafa vandræði af þeim. Unglingur sem búið hefur við harðýðgi er oftast reiður unglingur. Það var svo ekkert barn í bílnum, heldur tveir ungir menn. En það eru börn í landinu. Erfingjar morgundagsins. 

Hefst nú lesturinn.

Þar sem ég er að hætta störfum sem sóknarprestur Dómkirkjunnar og skrifa þá ekki  lengur inn á www.domkirkjan.is finnst mér ástæða til þess að koma mér upp nýju vefsvæði og tek því tilboði mbl.is í því efni með þökkum. Á heimasíðu Dómkirkjunnar er efni sem ég hef skrifað undanfarin missiri og kynna í nokkru viðhorf mín. Sumt af því efni kann að rata á bloggið með tímanum. Fram á haustið mun ég birta prédikanir mínar á síðu Dómkirkjunnar en viðhorf á líðandi stund taka nú að birtast hér. Mér þætti að sjálfsögðu vænt um að fá viðbrögð við skrifunum en hef engin tök á að sinna frjálsum aðgangi að síðunni. Fái ég póst á netfang mitt jagust@simnet.is sem mér finnst eiga erindi á síðuna birti ég það og leyfi þeim sem ég þekki til síðan aðgang aðblogginu.

Frómum lesendum heilsan!


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband