Færsluflokkur: Bloggar
ÓHEILNÆMI FÉLGASLEGRA SKÚMASKOTA
12.9.2007 | 15:12
"Ísland fyrir Íslendinga." Þetta herhróp var aldrei gott og heyrist nú sjaldan sem betur fer. Þó er ástæða til þess að hugleiða hvort okkur er alveg sama hvernig þjóðfélag okkar verður. Umræða um þátt trúar í mótun þjóðfélags hefur verið nokkuð til umræðu að undanförnu ma vegna heimsókna tveggja kvenna á rithöfundaþing. Þær telja áhrif trúar á þjóðfélögin yfirleitt vond. Ég veit ekki hvaða gagn er af yfirlýsingum af þessu tagi. Öll þjóðfélög hafa mótast af trúarviðhorfum. Miklu gagnlegra væri að greina hvernig trú hefur mótað þjóðfélög. Nú er það undarleg þverstæða að Vesturlönd sem hafa einhverjar bestu almannatryggingar, heilbirgðis- og félagsþjónustu eru um leið þau þjóðfélög sem hafa hvað verstan feril hvað blóðsúthellingar varðar. Vissulega má segja að um hið fyrra fari alveg að gildum kristins boðskapar en alls ekki hið síðara.
Lútherdómur leggur þá meginreglu að skynsemin þurfi að leiða trúna og trúin skynsemina. Með þjóðum mótmælenda þróaðist líka á seinni öldum gagnrýnin Biblíurannsókn. Ég tel að það megi færa mörg rök fyrir ágæti þessarar samfylgdar. Um leið er ég líka að leggja ákveðinn mælikvarða á trúarbrögð og jafnvel setja norm fyrir trúarbrögð. Ég meina að okkur sé ekki aðeins heimilt heldur skylt að krefja trúabragðaboðendur um glóruna í því sem þeir fara með. Opinberanirnar sem þeir byggja á gefa ekki tilefni til þess að fara með boðskapinn hvert sem mönnum líkar.
Múhammeð og Búdda komu báðir fram með skoðanir sem hafa mikilsvert gildi fyrir túlkun okkar mannanna á heiminum og ástæðum okkar mannanna almennt. Það er hægt að virða þær þó þær séu gagnrýndar í ljósi vísinda og skoðunar á gagnsemi mannsins. Helgi einstaklings og heill samfélagsins má meta á vísindalegum forsendum og spyrja að því hvort tiltekin túlkun trúarinnar standist í því ljósi.
Þessu hefur kristnin orðið að sæta á sínum vettvangi um aldir og í raun almennt talað farið vel út úr þeirri samræðu og mikið af henni lært. En hún er jafn rótföst í opinberuninni um að maður og Guð eigi sátt sín á milli fyrir Jesú Krist, og að menn skuli hafa að leiðarljósi hvernig hann leit á náunga sinn og kom fram við fólk. Heimsýn kristinna er opin, opin fyrir náunganum og opin fyrir sköpuninni. Hvort tveggja á sinn sjálfstæða rétt.
Ég meina látum hvorki fasista né bullur; múslima, kristna né aðra í friði með að móta í gettóum sínum andfélagsleg viðhorf, hafa hindurvitni í stað viðurkenndrar og prófaðrar þekkingar né stunda kúgun á sínum né brugga saklausu fólki launráð. Drögum máltilbúnað þeirra fram í dagsljósið og sýnum fram á villu þeirra. Ef það dugar ekki til sendum þá Stefán og félaga á þá og drögum þá til ábyrgðar en stundum endilega að öllu öðru leyti frið við alla menn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samhjálp í verki
7.9.2007 | 14:36
Í starfi mínu sem prestur í miðborginni hef ég margsinnis séð í hendi mér mikilvægi kaffistofu samhjálpar og séð ástæðu til að þakka það sem og rekstur þeirra á Gistiskýlinu. Það verður að tryggja áframhaldandi rekstur kaffistofunnar og sömuleiðis að Samhjálparfólk haldi áfram þeim rekstri.
Það getur verið afar dapurlegt að senda frá sér þurfamann án þess að hafa fundið ráð til hjálpar í brjáðum vanda en huggun að vita að hann á vísa saðnigu hjá Samhjálp og möguleika á gistingu á Gistiskýlinu. Það er þó alltof takmörkuð lausn og þarf að þróa frekar.
Kaffistofu Samhjálpar lokað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Auglýsingin
5.9.2007 | 08:16
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmta herdeildin
20.8.2007 | 10:40
Þetta er þó ekkert sérlegt verkefni prestanna, heldur leikmannanna með tilstyrk fagfólks. Þetta byggist á samtaki fólksins í sókninni. Ég veit að foreldrafélög skólanna eru að vinna á þessu sviði en það er ekki nærri nóg. Fleiri verða að koma til og áherslan og áhuginn þarf að beinast að þessu.
Fagna ber þeirri umræðu sem uppi er um þennan voða vanda og því að gerðar hafa verið ráðstafanir til að samhæfa tök hins opinbera gagnvart honum. Sorglegt hins vegar ef meðferð ungra vímuefnaneytenda er ekki ávallt til reiðu og að löggæslan skuli ekki betur búin í stíði sínu við fimmtuherdeildina, eiturlyfjasalana. Við þurfum að efla okkur í þessu stríði á öllum sviðum. Einkum þurfum viö að efla varnir heimilanna og löggæslu. Það er það sem mestu skilar til langframa og ekki getum við heldur látið fórnarlömb eiturstríðsins liggja á vígvellinum. Þeim verður að bjarga með öllum tiltækum ráðum.Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Decorum
19.8.2007 | 14:12
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Klausturmessa í Viðey
3.8.2007 | 18:15
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Löggæsla - sjálfsvirðing
3.8.2007 | 14:37
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Barn í bílnum
29.7.2007 | 13:56
Bloggar | Breytt 30.7.2007 kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hefst nú lesturinn.
27.7.2007 | 11:11
Þar sem ég er að hætta störfum sem sóknarprestur Dómkirkjunnar og skrifa þá ekki lengur inn á www.domkirkjan.is finnst mér ástæða til þess að koma mér upp nýju vefsvæði og tek því tilboði mbl.is í því efni með þökkum. Á heimasíðu Dómkirkjunnar er efni sem ég hef skrifað undanfarin missiri og kynna í nokkru viðhorf mín. Sumt af því efni kann að rata á bloggið með tímanum. Fram á haustið mun ég birta prédikanir mínar á síðu Dómkirkjunnar en viðhorf á líðandi stund taka nú að birtast hér. Mér þætti að sjálfsögðu vænt um að fá viðbrögð við skrifunum en hef engin tök á að sinna frjálsum aðgangi að síðunni. Fái ég póst á netfang mitt jagust@simnet.is sem mér finnst eiga erindi á síðuna birti ég það og leyfi þeim sem ég þekki til síðan aðgang aðblogginu.
Frómum lesendum heilsan!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)