Færsluflokkur: Bloggar
Bágindi í Kenía
11.6.2008 | 11:46
Mig langar að vekja athygli á umfjöllun um efnið á slóðinni www.jakob.annall.is Þar er gerð grein fyrir aðstæðum og hjálparstarfi íþróun á okkar vegum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hver á völdin?
4.3.2008 | 11:32
Ég hef spenntur fylgst með þróun mála í Keníu að undanförnu eins og skiljanlegt er af bloggi mínu. Spenna hangir í loftinu um hver muni hafa völdin Odinga forsætisráðherra eða Kibaki forseti. Af því ræðst friðurinn að miklu leyti hvort þeir eru reiðubúnir að deila völdum í samræmi við gert samkomulag. Þeir hafa áður verið saman við stjórnvölinn en það hélst ekki út heilt kjörtímabil svo menn eru alls ekki öruggir með þá nú heldur. Keníabúar eiga mikið í húfi að þessir menn setji málefni þjóðar sinnar í heild ofar hagsmunum sínum og sinna.
Í Rússlandi var kosinn nýr forseti en Pútín sagður hafa alla tauma í hendi sér. Hvernig Medvedev líður með það þegar fram í sækir leiðir tíminn einn í ljós. Klókt þó af Pútín að láta ekki breyta stjórnarskránni sín vegna, lítur sannarlega vel út og tryggir stöðugleika og áhrif hugsjóna hans.
En það lítur ekki vel út í Reykjavík, reyndar hvorki vel né illa. Það er ekkert útlit yfirleitt! Þar er sama fastheldnin á völdin og djúpstæður ágreiningur um þau þó ekki hafi komið til óeirða eða mannfalls. Það er sorglegt að horfa upp á það að menn meti sig svo oftlega mikilvægari en frið og almannaheill, að leyfa að deilur um persónu manns hindri eðlilegan gang stjórnsýslu samfélagsins.
Hvenær munum við sjá mann færa fórn vegna friðar og stöðugleika, vegna framgangs þeirra hugsjóna sem hann hefur bundist og hafa borið hann í valdastöðu? Hvenær mun einhver efla málstað sinn með því að styrkja stöðu annarrar manneskju, breyta henni úr keppinaut í samherja?
Það væri sannarlega tímabært og vel þegið nú.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Aðskilnaður ríkis og kirkju
30.12.2007 | 16:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kristilegt siðgæði
13.12.2007 | 10:31
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nokkrir þankar um kirkju og skóla
10.12.2007 | 14:11
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bágstaddar þjóðir
8.11.2007 | 16:19
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um gjafmildi
6.11.2007 | 10:38
Svo leggur einn hinna fornu kirkjufeðra út textann með þessum hætti: Dragið lærdóm af ógæfu annarra og berið hag hinna þurfandi fyrir brjósti, jafnvel þó að hjálpin sé ekki mikil. Fyrir þann sem skortir allt vegur þetta þungt. Sama má segja um Guð ef þið hafið gert það sem þið getið. Verið skjót til að veita hjálp þó að gjöf ykkar sé ekki mikil að vöxtum. Ef þið hafið ekkert fram að færa bjóðið þá tár ykkar. Samúð sem sprettur fram úr hjartanu veitir hinum ógæfusömu mikla huggun og einlæg meðaumkun gæðir beiskju þjáninganna sætleika. (Heil. Gregoríos frá Nazíanzen 330-390) Ég sé hinn samúðarfulla mann í nokkrum vanda, þann mann sem ekki vill ganga framhjá þurfandi fólki. Á samvisku hans hvílir sú vitund að hann skuli hjálpa. Hann skuli ekki láta undir höfuð leggjast, hvorki vegna óvissu um að hjálpin komi að tilætluðu gagni, né af því að hann sé illa aflögufær. Hann gefur því, og af því að hann liggur ekki á liði sínu á hann rétt á að hjálparstofnanir fari með framlag hans af ábyrgð og biður fréttamenn og opinbera eftirlitsaðila að fylgjast með því. En hann gerir meira. Hann tekur þátt í umræðu um það hvernig aðstoð skuli háttað og spyr uppi álit og hagi þeirra sem aðstoðina eiga að þiggja og leggur mat á ásamt öðrum áhugasömum. Og hann gefur ekki hina bágstöddu upp á bátinn þó einhverjum verði á í messunni, því það er óhjákvæmilegt hvort eð er. Þannig er nú mannana verkum einu sinni farið alla jafnan. Af mistökunum lærum við og höldum ótrauð áfram og gefum af meiri ábyrgð en áður. PS Ég vona að alþingismenn verði ekki svo lánlausir að leyfa sölu víns í MATVÖRUVERSLUNUM! ( Ég held að nær sé þá að leyfa sölu hass og amfetamíns í áfengisverslununum!)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kirkja í vanda
26.10.2007 | 17:29
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Las í blöðunum
5.10.2007 | 12:25
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tannlæknavandræði
17.9.2007 | 14:32
Hún sonardóttir mín 8 ára varð fyrir því um helgina að það brotnuðu framtennur í henni í Sundlaug Akureyrar. Það var slys af því tagi sem helst ekki eiga að geta orðið en verða því miður af því við erum ekki alltaf til í að fara eftir reglum þó hún séð það nú blessuð jafnan sem og í þetta sinn.
Nú vissu þau foreldrar hennar ekki nema að þau væru að keppa við tímann um að bjarga einhverju blíðasta brosi samtímans og það tók því nokkuð á taugar þeirra að leita eftir tannlækni. En þannig háttar til á Akureyri að ef verður slys af þessu tagi og gildir þá einu hvort bráðavaktin á í hlut ellegar ótýndur almúginn að maður fær í hendur lista yfir þá + 20 tannlækna sem eru á þeim slóðum og svo hringir maður. Þessi er ekki í bænum og því löglega afsakaður, þessi ansar ekki svona nema maður sé hjá honum, þessi er að halda upp á afmæli osfrv. Enginn er á vakt og undursamlegasta bros Norðurlands í hættu!
Þökk sé henni Regínu sem var rétt að koma í bæinn þá komst broslausa stúlkan í réttar hendur og fékk aðhlynningu og hefði litlu skipt hvort hún komst að augnablikinu fyrr eða síðar, en foreldrar hennar eru þó ágætlega menntuð séu ekki tannlæknar og gátu því ekki vitað neitt um það.
Sætta Akureyringar sig við svona þjónustu, eða var þetta svona af því að um utanbæjarmanneskju var að ræða eins og fyrr var sagt?
Ég ætla ekki að koma með hugleiðingu um þann vitnisburð sem tannlæknar fá almennt af þessu atviki!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)