Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Bullið um Þjóðkirkjuna
5.1.2013 | 12:03
Nýja stjórnarskrá núna.
9.10.2012 | 16:33
Ég ætla því að taka það úr höndum þess uppúr hádeginu þann 20. október næstkomandi og hafa það í eina mínútu en skila því svo aftur í sömu hendur með þeim skilaboðum að það vinni sitt verk á stjórnarskrárfrumvarpinu snöfurmannlega, af ábyrgð og með bestu manna yfirsýn.
Ef við verðum mörg sem samþykkjum að á frumvarpi Stjórnlagaráðs verði byggt er það áskorun á Alþingi að gera því skil eftir þess hljóðan. Ef við verðum mjög mörg þá duga því engin undanbrögð lengur að það taki sinn lögmælta þátt í að setja þjóðinni stjórnarskrá.
Dugleysi Alþingis í þessu efni er dapurlegt og metnaðarleysið grátlegt. Í 68 ár hefur verkið verið á dagskrá og væri í sjálfu sér alger ómerking á Alþingi ef mannréttindakaflinn hefði ekki orðið til á hálfrar aldar afmæli hennar. Nær allur atbeini þingsins er dæmi um klaufaskap og einurðarleysi.
Spurningarnar á atkvæðaseðlinum eru að nokkru dæmi um sleifarlag. En grundvallarspurningin er klár og það dugir mér til þess að koma vilja mínum til skila. Hún er milljónarspurningin! Ég brenn í skinninu að svara henni!
Lofsvert er hins vegar það starf sem Þjóðfundur, Stjórnlaganefnd og Stjórnlagaráð hafa unnið svo langt sem það getur náð. Það er þannig til orðið að ekki er annað hægt að virða það frumvarp sem fyrir liggur. En það þarfnast ákveðinnar yfirvegunnar, rannsóknar og ábyrgðar sem aðeins Alþingi getur staðið undir.
Nú ætla ég að skora á fólkið í landinu að koma með mér á kjörstað 20. október og segja þingmönnum fyrir verkum. Þeir eru í vinnu hjá okkur og eiga að vinna sitt verk eftir okkar forsögn.
Nýja stjórnarskrá eftir fyrirsögn Stjórnlagaráðs, fyrir vorið, takk fyrir. Við bíðum ekki lengur!
Eftir vantrauststillögu
14.4.2011 | 12:58
Vantraust á ríkisstjórnina
12.4.2011 | 16:20
Það þarf að klára þetta.
4.4.2011 | 09:34
Ég er búinn að kjósa og sagði JÁ. Allt fannst mér bjóða það. Þó urðu þeir Ragnar Hall og Jesús til að setja í mig sannfæringuna. Fyrst Jesús því hann sagði: Þegar þú ferð með andstæðingi þínum fyrir yfirvald, þá kostaðu kapps um það á leiðinni að ná sáttum við hann... Lúk 12:58 Ragnar sagði það sama og taldi engan vanheiður af því að sættast á mál þó manni finndist að rétturinn væri manns megin. Að sættast á mál er líka dæmi um samskiptahæfni. (Fer að vísu eftir niðurstöðunni.) Málalok er líka góður áfangi.
Segjum því JÁ og höldum áfram að vinna okkur út úr kreppunni.
Ísafjörður skal standa!
8.10.2010 | 10:14
Sú aðför að byggðum lands sem fjárlagafrumvarpið fyrir 2011 boðar er einsdæmi.
Róinn hefur verið lífróður á undanförnum áratugum að verja byggðirnar á landsbyggðinni og ótrúlegt framtak hefur birst í þeirri baráttu. Framfarir hafa orðið miklar í nýtingu sjávarfla. Nýjar atvinnugreinar hafa verið teknar upp. Þjónusta hefur verið efld og byggð upp. Menntunartækifæri efld osfrv. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að teknar hafa verið ákvarðnir á æðstu stöðum sem hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir margar byggðirnar.
Alþingi lögleiddi á sínum tíma kvótaframsal með þeim hætti að víða varð þurrð á lífsbjörginni, og nú er upp á þetta boðið! Öll uppbyggingarstarfsemi er sett í hættu með þessum áformum. Heilbrigðisþjónustan er einn af grundvallarþáttum búsetunnar. Hingað til hafa menn beitt dirfð og hugkvæmni til þess að halda öllu gangandi þrátt fyrir niðurskurð á undanförnum árum. En nú segjum við öll: EKKI MEIR, EKKI MEIR!
Ég kannast við það úr eigin lífi að hafa valið mér búsetu eftir gæðum heilbrigðisþjónustunnar og veit að ef á verður brestur getur fylgt byggðabrestur. Þannig að ég veit að hvorki Ísfirðingar né annað dreifbýlisfólk láta þetta yfir sig ganga.
Ísafjörður er fyrir sig slíkur útvörður þar sem hann liggur við fengsæl fiskimið og siglingaleiðir Norðurhafa og er sá lykill að náttúruparadís að um hann þarf að fjalla af tilhlýðilegri ábyrgð. Menning og mannlíf, starf og saga heimta virðingu og öflugan stuðning. Hann er og staðfesta allra byggða á Vestfjörðum og þjónustan þar er landstólpi í öllum skilningi.
Við skulum hrinda þessari aðför!
Samstaðan mikil á Ísafirði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Grátleg firring
5.10.2010 | 08:37
Sorglegt að sjá og heyra
8.12.2009 | 20:38
Það er auðséð að mikil alvara er yfir ýmsum þingmönnum á þessum dögum. Sumir þeirra geta varla varist tárum yfir þeim dapurlegu örlögum sem þeir sjá leidd yfir þjóðina án þess þeir fái rönd við reist. Ég leit inn á rás Alþingis og þá kom í ræðustól Eygló Harðardóttir og lýsti með orðum og yfirbragði djúpri hryggð. Eins var þingflokksformaður Sjálfstæðismanna Illugi Gunnarsson með alvarlegasta bragði og sést samt aldrei með nein flírulæti í ræðustól. Það hlýtur líka að vera þungbært hlutskipti að sitja á þingi og eiga aðild að afgreiðslu Icesavemálsins við þessar aðstæður. Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur af ljósum og leyndum ástæðum bundist fyrirliggjandi lausn Icesavemálsins og meðreiðarfólk þeirra flest á þingi svosem múlbundið orðið í málinu. Ónóg umfjöllun í fjárlaganefnd leiddi til ófrjórrar annarar umræðu og nú sitja menn frammi fyrir því þar að koma því aftur í viðunandi mynd fyrir þingið. Það er þó alls óvíst að það takist.
Ömurleiki málsins hefur aldrei verið átakanlegri og á því miður vel við skammdegið yfir landinu nú. En það birtir á ný í náttúrunni fyrir skikkan Skaparans en yfir Icesave mun seint verða bjart. Ljóss er þörf. Ljóss nýrrar nálgunar. Því eins og málin standa núna er vandséð hvort verra er að samþykkja eins og lagt er til ellegar láta draga þá sem sök eiga eða ábyrgð fyrir dóm.
Orka og pólitík
11.6.2008 | 11:42
Flóttamenn frá Írak
27.7.2007 | 11:28
Í fréttum þessa daga er fjallað um mikinn flóttamannastraum frá Írak. Milljónir eru flúnar frá heimilum sínum. Mér kom nú í hug að endinn skyldi í upphafi skoða og segi enn og aftur að það er hörmulegt að Íslendingar skuli viðriðnir þetta brjálæði. Úr því svo er þá er ekki um annað að ræða en leita enn frekar leiða til þess að létta böl þessa fólks. Meðan það er ekki að öllu leyti okkur til sæmdarauka þá skulum við ekki fipa okkur með æfingum á öðrum sviðum utanríkismála nema beinar ástæður séu til.
Ef sagan á ekki eftir að sýna ákvörðun forystumanna ríksstjórnar á sínum tíma sem það glapræði sem það nú var þá mun fleiru verða á haus snúið í þessu landi. Ég man ekki efti ógæfulegri gjörð í samkiptum Íslands við umheiminn en einmitt það leyfa að nafn Íslands á lista hinna staðföstu þjóða. Það verður ekki leiðrétt með neinu öðru móti en því að reynast bágstöddu fólki í Írak vel, svo vel að við finnum fyrir því sjálf að það taki í.