Bloggfærslur mánaðarins, október 2010

Að sjá öllum borgið

Mér líst vel á "LÍN hugmyndina" með húsnæðislánin en mér líst illa á stóran leigumarkað. Ég efast um að við höfum efni á niðurfærsluleið húsnæðislánanna vegna þess að ég held að það sé rétt hjá Þórólfi Matthíassyni að sú leið kæmi bara annars staðar niður á móti, því einhver verður að borga vitleysuna á endanum og það verða ekki hrunvaldarnir. Niðurfærsluleiðin væri sanngjörn ef hún kæmi niður í endanlegum uppgjörum bankanna en það gerir hún ekki. Allir hafa tapað en kannski ekki mikið öðru en glýjunni úr augunum. Við færumst þá niður í átt til raunveruleikans og í honum er gott að vera, hvort maður þarf að færa sig upp eða niður út eða suður.En það er ótækt að riðla slíku í þjóðfélaginu að fólk missi í stórum stíl  heimili sín eða sitji uppi með niðurdrepandi skuldklafa eins og við blasir. Sumir munu þurfa að trimma sig, fara í minna og ódýrara, en allir verða að bjargast áfram. Þess vegna þurfum við að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn, búa til skilmála sem menn vita að munu halda til framtíðar. Að hafa húsnæðislánin þannig að menn borga af þeim eftir tekjum er góð hugmynd en lánin verða að hafa þök. Það er vitleysa að menn séu í alltof dýrum íbúðum á kostnað lánasjóðanna. Það verður því að vinna úr málum hvers og eins eftir ákveðnum viðmiðum og það geta fleiri gert en umboðsmaður skuldara einn ekki síst bankarnir og lögmannastofur. Búm til viðmið.Stór á leigumarkaðurinn ekki að vera því það er aldrei hægt fyrir leigusala að keppa við félagslegt íbúðalánakerfi um verð og búsetuöryggi. Búseturéttarkerfi er nær lagi og hálf félagsleg kerfi möguleiki. Reynsla okkar Íslendinga gegnum langan tíma hefur þó leitt okkur að þreirri niðurstöðu að best sé að hver búi við sitt eigið.

Ísafjörður skal standa!

Sú aðför að byggðum lands sem fjárlagafrumvarpið fyrir 2011 boðar er einsdæmi.

Róinn hefur verið lífróður á undanförnum áratugum að verja byggðirnar á landsbyggðinni og ótrúlegt framtak hefur birst í þeirri baráttu. Framfarir hafa orðið miklar í nýtingu sjávarfla. Nýjar atvinnugreinar hafa verið teknar upp. Þjónusta hefur verið efld og byggð upp. Menntunartækifæri efld osfrv. Þetta hefur tekist þrátt fyrir að teknar hafa verið ákvarðnir á æðstu stöðum sem hafa haft alvarlegar afleiðingar fyrir margar byggðirnar. 

Alþingi lögleiddi á sínum tíma kvótaframsal með þeim hætti að víða varð þurrð á lífsbjörginni, og nú er upp á þetta boðið! Öll uppbyggingarstarfsemi er sett í hættu með þessum áformum. Heilbrigðisþjónustan er einn af grundvallarþáttum búsetunnar. Hingað til hafa menn beitt dirfð og hugkvæmni til þess að halda öllu gangandi þrátt fyrir niðurskurð á undanförnum árum. En nú segjum við öll: EKKI MEIR, EKKI MEIR!

Ég kannast við það úr eigin lífi að hafa valið mér búsetu eftir gæðum heilbrigðisþjónustunnar og veit að ef á verður brestur getur fylgt byggðabrestur. Þannig að ég veit að hvorki Ísfirðingar né annað dreifbýlisfólk láta þetta yfir sig ganga.

Ísafjörður er fyrir sig slíkur útvörður þar sem hann liggur við fengsæl fiskimið og siglingaleiðir Norðurhafa og er sá lykill að náttúruparadís að um hann þarf að fjalla af tilhlýðilegri ábyrgð. Menning og mannlíf, starf og saga heimta virðingu og öflugan stuðning. Hann er og staðfesta allra byggða á Vestfjörðum og þjónustan þar er landstólpi í öllum skilningi.

Við skulum hrinda þessari aðför!


mbl.is Samstaðan mikil á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grátleg firring

Já, það var grátlegt að upplifa í umræðunum á Alþingi í gærkvöld firringu ráðamanna sem ekki geta horfst í augu við að ráð þeirra og gerðir duga ekki til að forða óförum þjóðarinnar. Ég veit ekki hvort þeim er vorkunn að, en ég veit að öllum er það ljóst nema þeim að í óefni stefnir. Fjöldi heimila eru í rústum eða yfirgefin líkt og um náttúruhamfarir væri að ræða. Fyrirtækin falla eins dómínókubbar sem leiðir af sér aukið atvinnuleysi og boðaður er niðurkurður sem enn mun auka á vændræði heimilanna. Örvænting og reiði er að grípa um sig á ný. Mótmælin í gær boða nýjan og enn öflugri kafla í tjáningu þjóðarviljans. Friðsemd flestra ber að virða áður en vanstilltara fólk hleypir öllu í bál og brand á götunum. Stjórnvöld verða að bregðast við með afgerandi hætti þegar í þessari viku og boða nýtt prógram sem forðar heimilum og atvinnurekstri frá frekari áföllum.Helst þyrfti að ganga til kosninga á ný en varla má missa tímann sem í þær fer svo hin augljósa krafa er um ríkara samstarf stjórnmálaflokkanna á Alþingi. Það er í raun andstyggilegt að sjá þann vanþroska og hefnigirni sem birtist í því að halda Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki sem lengst frá öllum ráðum í þessum málum. Hversu margt er í lagt til að magna fjandskap og erjur þegar á öllu ríður að taka saman höndum, stilla skap sitt og skilgreina markmið og finna færar leiðir að þeim.Stjórnmálástandið er nú óþægilega líkt hrunmánuðunum. Oddvitarnir ganga fram með blöðkur einsýninnar við gagnaugun og draga hlassið út í meiri og verri ófæru. Kafan er því um að Alþingismenn snúi saman bökum myndi stjórn allra flokka til að ná fram bjargráðum sem duga og svo kjósum við í vor!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband