Færsluflokkur: Bloggar
Undur náttúrunnar - Tunglmyrkvi
21.12.2010 | 09:49
Tignarlegur viðburður og skemmtilegur til vangaveltna. Maður verður að setja sig út fyrir jörðina í huganum til þess að sjá fyrir sér atburðarrás tunglmyrkvans og rétt hægt að ímynda sér það augnablik sem þetta laukst upp fyrir mönnum í fyrstunni: Að jörðin svifi í himingeimnum ásamt öðrum stjörnum og kringum hana liði tunglið hring fyrir hring. Staðfastir kraftar náttúrunnar héldu þessu öllu í skorðum og hægt að reikna þetta út fyrirfram uppá mínútu.
Í norska sjónvarpinu sé ég frábæra bandaríska þætti um geimlífeðlisfræði þar sem ma er sótt í náttúru Íslands til þess að fá dæmi um lífeðlifræðileg lögmál, ss um lifandi örverur í jökulísnum og brennisteinsmenguðu hveravatninu. Ég hef fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að þetta geti ekki hafa orðið til af sjálfu sér svo sú hugsun sem vakir ofar öðru er hvað Hann sé snjall sem gerði þetta allt.
Önnur hugsun lætur líka á sér bæra: Hvað litlu munar að veröld okkar væri án lífs og hversu stutt lífið á jörðunni mun vara á hinum stóra mælikvarða alheimsins.
Ég kemst hvað oní annað við skoðun mína á undrum náttúrunnar í sömu stemmingu og birtist í mörum okkar fegurstu sálmum. Eru undur að skáldinu sr Valdimar Briem skyldu verða þessi orð á vörum: Þú Guð sem stýrir stjarnaher og stjórnar veröldinni. Eða þá :
er opin bók, um þig er fræðir mig SB 20
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að sjá öllum borgið
11.10.2010 | 17:30
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Dómsdagur
9.4.2010 | 13:33
Mánudagurinn 12. apríl er dómsdagur á Íslandi. Þá verða sum okkar fyrir sakbendingu meðan önnur ganga hlæjandi frá dómi. Davíð Oddson er farinn úr landi eins og fordæmi eru meðal þjóðhöfðingja í bananalýðveldunum enda sagt í fréttum að víða á þessum 9000 síðum muni hans getið. Hann veit um þetta enda fengið, í krafti andmælaréttar, að sjá það sem um hann er ritað í skýrsluna. Hann hefur verið mikilvirkur í stjórnmálum allt frá því hann ruddist í sæti formanns Sjálfstæðisflokksins. Þorsteinn Pálsson sem var þar fyrir siglir lygnan sjó og nýtur virðingar langt út fyrir flokk sinn. Já, ólíkt höfumst við að. Davíð hefur rutt brautir fyrir frelsi og á þakkir fyrir það, en ábyrðin gleymdist og dómgreindin brast. Ingibjörg Sólrún gengur þegar fegin frá dómi og má unna henni þess eftir þann eld sem hún hefur gengið í gegnum, og fleiri fara í hennar spor, etv fleiri en það eiga skilið. Höfum samt ekki áhyggjur af þeim um sinn. Hugsum um þau sem fá sakbendingu. Reynum að treysta saksóknar- og dómskerfinu fyrir þeim og tökum eftir hvernig þau ganga að dómi sínum. Þau sem iðrast kunna og gera hreint fyrir sínum dyrum skulum við virða fyrir það og færa til málsbóta. Þau sem hins vegar enga iðrun sýna og kenna öðrum um munu áfram verða virðingarlaus meðal okkar og ekki geta átt samfélag við heiðarlegt fólk.
En ég hugsa sérstaklega um stjórnmálaflokkana. Þeir bera mis óhreinan skjöld í þess máli. VG hefur bent á sinn "hreina" skjöld enallir á flekkaðan skjöld Sjálfstæðismanna. Sannarlega er valurinn orðinn fjaðrafár og óvíst hvenær hann verður fleygur á ný; alla vega ekki fyrr en þess sér stað í flokksamþykktum hans að hann hafi dregið lærdóm af hruninu og mótað nýja stefnu sem tekur á ágöllunum í kerfi frjálshyggjunnar. (Ég velti fyrir mér hvort minnkandi áhugi fokksins á málefnum kirkju og kristni í landinu fari saman við villuráf hans og skipbrot.) Framsóknarmenn eru í tilraunastarfsemi um það að móta ný tök á stjórnmálunum og sýna til þess góðan vilja, en skuggi Halldórs Ásgrímssonar og kóna hans hvílir enn yfir meðan hann hefur sjálfur ekki stigið fram og játað mistök sín. Hann gæti byrjað á stuðninginum við Íraksstríðið. En Samfylkingin er sá ábyrgðaraðili sem er enn við völd og getur eitthvað gert og margt sem hún nyti stuðnings VG við en hefur látið sér lítið nægja í þeim efnum. Hún er flokkurinn sem hefði haft tækifæri til að koma fram nýhugsun með krafti en í staðinn að mestu reitt fram gamlar uppskriftir með hálfvelgju. Mér finnst ábyrgð þess flokks mikil. Meiri en flestra, en krafturinn þar hefur farið í tóm mál. Mér er annt um Evrópusambandsaðild og er ekki skemmt yfir því hvernig það mál er statt og keyrt fram í ótíma án ítarlegs undirbúnings. Það hefði verið betra að það hefði komið fram í kjölfar Icesave samninganna. Og um þá: Skelfilegar eru ófarir þessara tveggja flokka í því efni, eins sjálfsagt og það nú var að um það efni hefði verið samvinna allra flokka allan tímann.
Sem sagt eg ég og fleiri horfum langleit á Samfylkinguna og hvernig hún er að klúðra sögulegu tækifæri sínu. Hún birtist sem kerfisfokkur gamalla óljósra hugsjóna. Gunnfánarnir: Frelsi, jafnrétti og bræðralag standa hver í sína áttina og eru upplitaðir, eins fínir og þeir voru nú þegar þeir voru hafnir á loft 1748; engin nýhugsun, engin dirfska, enginn ábyrgð. Sorglegt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðin til friðar
10.12.2009 | 13:31
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta gengur ekki
2.12.2009 | 10:37
Það er einfaldlega ekki hægt að falla frá þeim fyrirvörum sem settir voru á Alþingi í september. Við Íslendingar vorum eftir atvikum sátt við þá niðurstöðu að kalla, þótt um óyndisúrræði væri að ræða. Nú stefnir í algjöra uppgjöf gagnvart þeim kröfum sem á okkur eru gerðar vegna Icesave. Við getum bara beðið eftir valtaranum. Kostirnir svo slæmir að vart getur verið verra að gera enga samninga.
Ef Bretar og Hollendingar geta ekki sæst á niðurstöðuna frá í september er líklega er best núna að gera tvennt:
a Draga aðildarumsókn að EB til baka að það rugli ekki fyrir okkur málin. Ummæli af Evrópuþinginu sýna að við getum ekki rekið hvorutveggja málin í senn.
b Tilkynna að málið verði tekið upp frá byrjun með það fyrir augum að því verði stefnt fyrir dómstóla.
c Ganga á EB fyrir gallaða lagaumgjörð um innistæðuábyrgðir. Á ekki við .það hrun sem hefur orðið.
Við getum ekki sjálfviljug komið okkur í þá aðstöðu sem samþykkt fyrirliggjandi frumvarps leiðir til, sbr grein lögspekinganna þriggja frá í dag og það sem sannarlega er letrað á vegginn fyrir alla að sjá.
Segja Icesave-lög geta verið brot á stjórnarskrá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vond tíðindi
21.3.2009 | 02:57
Þetta var vond frétt. Vond fyrir Íslendinga og vond fyrir þær þjóðir sem við höfum verið að aðstoða. Það kreppir að, en ekki síður fyrir fátækar og úrræðlitlar þjóðir og Íslendingar eru ekki í þeim hópi. Hér í Keníu mæti ég daglega fólki sem ekki á fyrir sáningu í maísakurinn sinn, eða kartöflugarðinn. Það þýðir aðeins eitt: HUNGUR.
Það mun reynast okkur hollt að standa við allt sem við höfum ætlað okkur gagnvart þróunarlöndunum og auka veg okkar. Hollt af því að við staðfestum fyrir sjálfum okkur að við erum engir aumingjar heldur lítum raunsætt á málin og sjáum að aðrir eiga bágar en við. Og það yki veg okkar af sömu ástæðu.
Ég skora því á stjórnvöld að hafa framlög til Þróunarsamvinnustofnunar óbreytt að verðgildi fyrir þá sem eiga að njóta og sýna íslenskan myndarskap í þessu og öðru.
Þróunarsamvinnustofnun eingöngu í Afríku síðar á árinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vondur dagur - brjálað fólk
8.11.2008 | 21:58
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Dómsdagur
17.10.2008 | 17:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Út úr kreppunni
11.10.2008 | 09:27
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Að láta um sig muna
19.6.2008 | 10:57
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)